divider

divider

Áramótagleði


Á áramótunum er alltaf gleði og glens hjá minni fjölskyldu. Allir hittast. Allir fá skemmtilega hatta og allir eru glaðir. Ég bjó til yfirvaraskegg fyrir alla í fjölskylduboðinu til þess að hafa í hverju glasi um síðustu áramót. Skeggin komu skemmtilegri stemmningu á yfir matnum og ungir sem aldnir höfðu gaman að. 
Það er lítið mál að búa til skegg til þess að festa á rör, en ég komst þó að því að skeggin eru ekki rétt staðsett ef það gatað með gatara á mitt skeggið og smellt uppá rörin. Best er að byrja á að búa til skapalón. Ég braut hvítt blað saman og klippti út helminginn af skegginu útfrá brotinu. Þá verður skeggið heilt þegar það er tekið í sundur og eins báðu megin. Því næst teikna ég á karton og klippi út. Svo er það að búa til lítinn renning með litlum flipa upp og niður. Renningurinn er límdur í hring utan um rörið og skeggi er límt á flipana útfrá renningunum, þannig helst skeggið ofaná rörinu og á sínum stað á efrivör þegar drukkið er úr glasinu :) - þetta tekur smá tíma í dúlleríi... en ekki svo langann að þetta sé ógerlegt :)
Gangi ykkur vel... 

og 
Njótið gamlársdags og nýja ársins. 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli