divider

divider

Bourgie


Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru komin 10 ár síðan Bourgie lampinn frá Kartell kom fyrst á markað. Lampinn er hannaður af ítalanum Ferruccio Laviani. 
Í tilefni af 10 ára afmæli lampanns fagra þá bauð Kartell 14 flottum hönnuðum og hönnunarteymum að vinna með lampann á þeirra eigin hátt. Útkoma hönnuðanna var hreint út sagt frábær og margar fallegar útgáfur af lampanum litu dagsins ljós... en líka margar steiktar :) 

Lamparnir sem hönnuðirnir gerðu verða svo sýndir  í Maison&Objet í París og síðar mun sýningin ferðast um. 

Uppáhalds lampinn minn er hér að ofan og er eftir sænksa hönnunarteymið Front Design. Þær stöllur í Front hituðu lampann upp og mótuðu hann aftur þannig að það kom einhver ótrúlegur karakter í lampann. 

Hér fáið þið að sjá mínar uppáhalds útkomur :) 

Fyrir ofan: Christophe Pillet
Fyrir neðan: Patrick Jouin
 - á lampanum stendur: 
"The Future is a Present From The Past!"
Fyrir ofan: Ludovica + Roberto Palomba

Restina af lömpunum má skoða HÉR.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli