divider

divider

Dagatalið 2014

Ég er búin að hugsa síðan á áramótum að nú sé árið komið sem ég bý til mitt eigið dagatal. Ég hef verið að leita mér að innblæstri hér og þar og svo loks ákvað ég að mitt dagatal yrði að vera svolítið ekta ég. Þar sem Múlalundur hefur "óvart" verið viðriðinn mörg af mínum verkefnum í gegnum tíðina þá fannst mér nú bara alveg sjálfsagt að nota möppuspjald undir dagatalið mitt. 
Og hvenær er besti tíminn til að dunda í dagatali í illustrator ef ekki þegar maður á að vera að læra? Maður spyr sig... ?  

....þannig að, á meðan ég setti saman þetta "ekta ég" dagatal, 
þá beið bara mastersritgerðin mín róleg. 

Þekkir þetta einhver annar en ég?



Engin ummæli:

Skrifa ummæli