divider

divider

Marmara ást


Ég er eitthvað svo yfir mig spennt fyrir marmara þessa dagana. Ég bara nánast ræð ekki við mig þegar ég skoða myndir og læt mig dreyma um þessa rándýru steintegund. 
Þess vegna voðalega heppin þegar ég kíkti í Búkollu - nytjamarkað í síðustu viku. Ég rakst á þessa agnarsmáu og ótrúlega fallegu marmarakrukku sem má sjá hér á myndinni fyrir ofan. Hjartað á mér tók smá auka kipp þegar ég tók krukkuna sem kostaði aðeins 250kr. Kostakaup á fallegri vöru. Krukkan fékk það hlutverk að geyma saltflögur við hliðiná piparkvörninni við eldamaskínuna mína og hefur mikið verið notuð á þessum stutta tíma sem ég hef átt hana. Fyrir ykkur hin þá var til önnur svona sem ég tók ekki vegna þess að það var örlítið búið að kvarnast uppúr henni. Sumir setja það svosem ekki fyrir sig... það var ekki mikið kvarn. 

En afþví ég er með marmara ást þá læt ég fylgja nokkrar fallegar myndir af marmara á heimilum. 
Ég er sjúk í flísarnar hér á myndinni fyrir neðan!







Engin ummæli:

Skrifa ummæli