Ég safna þessu stelli sem sést hér á myndunum fyrir ofan og neðan. Ég á/safna matarstellið sem hefur verið keypt alltaf jafn óðum í Búsáhöldum í Kringlunni. En svo hef ég líka komist yfir nokkra gamla muni úr þessu fallega stelli og í lok síðasta árs komst ég yfir einn fallegann bolla og stórt fat undir kjöt. Þessa muni komst ég yfir í bílskúrs/antik sölunni sem ég hef svo oft nefnt hér áður. Konan sagði við mig þegar ég keypti plattann að þetta væri með original stimplinum. En þá fór ég að hugsa og hef hugsað svolítið síðan. Hvað er orginal stimpillinn og er verið að selja eitthvað fake?
Matarstellið mitt sem ég hef keypt reglulega í Búsáhöldum hefur stimpilinn Johnson Bro's, England 1883 - Blue Denmark. En Antik keramikið sem ég á og sést hér á næstu mynd fyrir neðan hefur aðra sögu að segja. Fatið mitt hefur Furnivals víkingaskips stimpilinn sem eftir minni grennslan er framleitt af Furnivals í Englandi frá árinu 1880 - 1963 en þá fór Furnivals á hausinn. Furnivals framleiddi Blue Danmark eða Danmark línuna sem er þetta munstur sem er byggt á munstri sem dönsk postulínsframleiðsla framleiddi á 18. öld. En munstrið á sér miklu lengri sögu.
Það var maður að nafni Frantz Heinrich Muller sem hóf framleiðslu á þessu munstri í postulín einhverntímann á árunum 1776 - 1779 í Kaupmannahöfn en munstrið kom hann með heim frá Þýskalandi eftir að hafa farið þar um og heimsótt postulínsverksmiðjur. Munstrið varð þá þekkt sem Danska munstrið. Muller þróaði bláa litinn sem þótti fallegur og varan hans varð strax vinsæl. Fyrirtækið fór hinsvega á hliðina en var bjargað fjárhagslega af Christian VII konungi danaveldis og fékk þá fyrirtækið nafnið Royal Copenhagen.
En í Þýskalandi hefur munstrið líka verið framleitt. Örlítið öðruvísi munstur en samt það lítið öðruvísi að það sést varla. Blöð blómanna eru ekki lituð og munsturs dúllan efst er ekki. Þessi framleiðsla kallast Jager Eiseinberg Original Blau Saks. Kannski er það þetta sem er upprunalega munstrið sem að Muller kom með heim frá Þýskalandi og betrumbætti í Danmörku?
Bollinn hægrameginn á myndindinni hér fyrir neðan er einmitt merktur Jager Eisenberg og kemur frá Þýskalandi. En framleiðsla á þessu stelli eins og það lítur út þarna var frá árinu 1869 - 1973 undir merkinu Jager Eisenberg. Áður var munstrið í framleiðslu óþekkts merkis þar í landi.
Eftir minni eftirgrennslan þá virðist sem að Furnivals og Royal Copenhagen hafi verið í einhversskonar samstarfi. Eftir að Furnivals fór á hausinn tel ég líklegt að Johnson Bro's hafi tekið við framleiðslunni (eða eitthvað annað fyrirtæki komið þarna inn á milli...veit ekki alveg).
Sagan segir samt að uppruni munstursins komi upphafleg frá Kína löngu fyrr. Hver veit?
Fyrir ofan: Furnivals
Fyrir neðan: Jager Eisenberg.
Ýmislegt hér fyrir neðan læt ég mig dreyma um ;)
Þetta stell er náttúrulega bara yndi og alltaf klassískt ! ég á tvö kjötföt með furnivals merkinu á (komið frá tengdamóður minni) og þykir voða vænt um þau!
SvaraEyðakv. Halla
Æðislegt stell! Ég er einmitt nýbyrjuð að safna Royal Copenhagen hvít-rifflaða stellinu og finnst það æðislegt. Vissi ekki um þessa sögu.
SvaraEyða