divider

divider

Húsafellið fagra.


Við fjölskyldan kíktum í eina nótt í bústað til vinafólks okkar í Húsafell nú um nýliðna helgi. Það hafði snjóað rosalega nóttina áður en við mættum og veðrið var eins og best verður á kosið. Þvílíka náttúruperlan sem Húsafell er í svona fallegu veðri! Ég bara hreinlega gapti í allar áttir og tók endalaust af myndum. 
Við skelltum okkur að sjálfsögðu í göngutúr í þessari náttúrufegurð með börnin á þotum og sleðum í eftirdragi og skelltum okkur nokkrar ferðir niður brekkuna við sundlaugina. Ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur og einhvernveginn bara miklu skemmtilegra þegar maður hefur svona fallegt landslag fyrir augunum á meðan börnin eyða orkunni í brekkunni. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli