divider

divider

Hugmyndasvampurinn lifnar við !

Jææææja... Nú vaknar Hugmyndasvampurinn til lífsins aftur eftir aaaansi langt hlé. Ég hef ekkert bloggað síðan í desember en vegna veikinda og almenns orkuleysis vegna fjölgunnar í fjölskyldunni þá hef ég varla litið í tölvu. Ég hef bara farið í vinnu og hreiðrað svo um mig og sofið síðustu mánuði... ég s.s. skreið í hýði yfir verstu mánuðina eins og dýrin. En nú hef ég loksins lifnað við eftir járngjöf í æð og góða hvíld. 
Ég var að velta fyrir mér að hætta alveg að blogga samt...en fékk þó ansi oft frá fólki á förnum vegi gott pepp til að halda áfram. Svo nú fékk ég loksins andann yfir mig.

 Og að sjálfsögðu byrjum við á Origami ;) 


Origami er aldagömul pappírsgerðalist sem á rætur sínar að rekja til Japan. Listina geta allir lært og með nútíma tækni má læra þetta allt saman heima í stofu. Origami er nokkurð vinslælt meðal hönnuða í dag má sjá falleg ljós eða aðra fallega skrautmuni gerða eftir aðferðum origami í hverju hönnunarblaði. Með origami listinni er hægt að skreyta í kringum sig á fallegan, fágaðan og ódýran hátt... ef maður gerir það sjálfur. 
Með misstórum pappír má stækka og minnka listaverkin sem gerð eru en oft er gaman að nota stórar arkir sem nýtast þá betur undir gottið. 
Ég hef algjörlega heillast af origami listinni í gegnum árin og er ennþá heillaðri eftir að hafa dundað við að gera þrjár skálar undir góðgætið sem má narta í þegar dimma tekur á kvöldin og kertaljósin verða daglegt brauð.


Goggurinn.

Þessa skál kunna flestir að útbúa. Skálin er einfaldlega pappírsgoggur sem snúið er á hvolf og myndar þannig fjögur hólf undir hvað sem hugurinn girnist.


Stjarnan. 

Uppskrift af stjörnunni má finna á youtube.com en stjörnuna má bæði nota sem skál eða sem kertastjaka. Ég mæli þó með að nota frekar batteríis-kerti í svona pappírs-stjaka svo að minni líkur 
séu á að kvikni í. 
Slóð: https://www.youtube.com/watch?v=aMnkM3JylpM (Það má líka bara skrifa “Origami       Candle holder” og þá kemur upp greinagott video).


Gul skál.

Þessa skál gerði ég í raun útfrá uppskrift af origami demanti. En skálin er í raun bara helmingurinn af demantinum. 
Nokkuð góðar leiðbeiningar má finna af demantinum/gulu skálinni á heimasíðunni designoform.com http://designoform.com/crafts/tutorial-paper-diamonds-diy/1 ummæli: