Þrátt fyrir að vera með bumbuna út í loftið ákváðum við að vera ekkert að fresta brúðkaupinu okkar sem var ákveðið fyrir rúmu ári síðan...og verður núna í júní. Því þá þyrftum við að fresta um óákveðinn tíma. Þar sem við hjúin erum búin að vera saman í 14 ár þá fannst okkur bara ágætt að drífa í þessu áður en lítið barn bætist í hópinn ;)
Ég er að breytast í bridezilla hérna heima hjá mér... er búin að vera alltof afslöppuð með þetta allt saman og er núna að fá stressköstin um að ég sé að gleyma einhverju ;) Er það ekki bara týpískt?
En ég er s.s. farin að skoða hvernig photobooth ég vil hafa...því það er algjör klassíker að hafa þannig í brúðkaupum í dag...er það ekki?
Fyrir ykkur sem eigið þetta eftir...eða eruð í sömu hugleiðingum þá koma hér nokkrar hugmyndir sem má nýta sér. En þennan neðsta gerði ég fyrir brúðkaup vinkonu minnar og það var lítið mál :)
Þennan fyrir neðan gerði ég fyrir brúðkaup vinkonu minnar... hann kom mjög vel út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli