divider

divider

Brúðkaups-undirbúningur vol. II - Krukkur og kertaljós.


Það er voðalega vinsælt þessi misserin að nota krukkur sem borðskraut í brúðkaupum. Mér finnst það svosem ekkert skrítið þar sem krukkurnar gefa ákveðna og skemmtilega stemningu. Sveita-kósý-heimilislega stemningu. Það er einmitt það sem ég er að leita eftir fyrir okkar veislu og því hefur krukkusöfnun átt sér stað en svo græddi ég fullt af krukkum sem búið var að skreyta frá vinkonum sem búnar eru að gifta sig. Þegar ég svo hef gift mig læt ég krukkurnar ganga til næstu vinkonu sem giftir sig ;) Þannig hjálpumst við að við að gera þetta sem einfaldast. 
En Krukkur má nota undir rörin, nammið, blómin og kertin svo eitthvað sé nefnt. Ég hef hug á að nota svolítið af villtum blómum til að skreyta með jafnvel í bland við keypt blóm og er að hugsa þetta allt í milljón hringi þessa dagana (og næturnar). 
 
Hér fyrir ofan og neðan má sjá nokkrar krukkuhugmyndir fyrir veisluna, en ég er líka voðalega hrifin af handmótuðu hvítu kertakrukkunum sem sjá má hér að neðan.  :) 







Engin ummæli:

Skrifa ummæli