divider

divider

Febrúar-föndur

Það er ekkert smá kalt núna!

og þá finnst mér bara tilvalið að henda fram hérna snilldar hugmynd til þess að framkvæma í kuldanum:) ótrúlega flott hugmynd og einföld sem kostar ekki neitt en er svakalega flott ef maður er að fara að fá fólk í mat eða eitthvað þessháttar.... eða þá bara fyrir sjálfan sig:)

klakaljósið:)

byrjum á því að taka til tvær fötur. Eina litla og eina stóra.
Fylla þær  3/4 

því næst setur maður litlu fötuna ofaní stóru fötuna fyrir miðju. og límir hana fasta svo hún fljóti ekki upp.

svo lætur maður þetta bara frosna úti í kuldanum. (ef það er frost, annars í frystrnum)

því næst lætur maður þetta innfyrir í pínu stund þangað til klakinn er farinn að losna frá fötunni

litla fatan er losuð frá og klakinn í stórufötunni tekinn úr..

svo setur maður kerti eða lítið rafmagnsljós inní miðjuna og skellir þessu útfyrir
ótrúlega fallegt skreyti-lýsing fyrir utan:)

snilld að setja bara svona Osram ljós sem gengur fyrir batteríum... en ssvo finnst mér líka frábært að skella kerti....það er voða rómó:)


svo er líka hægt að setja græn laufblöð eða ber eða eitthvað þessháttar í vatnið áður en það frosnar...þá kemur falleg skreyting inní klakann:)

gangi ykkur vel:)







5 ummæli:

  1. Einfalt og ótrúlega sniðugt!
    Flott blogg hjá þér:)
    Fjóla

    SvaraEyða
  2. Ég á svona mót :-) ógó sniðugt

    Kv.Fjóla Guðjóns

    SvaraEyða
  3. úú mig langar alveg pínku búa svona til... kv. sigga

    SvaraEyða
  4. Snilld. Sá mynd af svona í síðustu viku, þar sem konan var búin að setja rósir í vatnið. Geggjað flott skreyting hjá henni. Annars kom hún með mjög góðan punkt lika. Að best væri að sjóða vatnið áður en maður hellir í fötuna. Þá kæmu ekki loftbólur í klakann!
    Hún notaði þetta sem borðskreytingu í veislu, dugði víst alveg. Bara að hafa einhverskonar fat undir þar sem þetta bráðnar víst döööö

    SvaraEyða