Nýjasta flugan sem ég hef fengið í höfuðið á mér er að fara að taka í gegn hjónaherberið hér heima hjá mér... auk þess er ég að plana annað barnaherbergið í þaula.
En hjónaherbergið á allt í einu hug minn allann og mig langar helst að rífa allt þaðan út núna STRAX og ekki seinna! :) hehe... vildi að það væri svo auðvelt!
En... hér koma nokkrar pælingar :)
Fallegur höfuðgaflinn á þessu rúmi (þessi hvíti) það væri fallegt að mála gaflvegginn svona dökkann og gera einhvernveginn svona hvítann gafl á rúmið...kannski með lýsingu á bakvið...sem getur bara verið jólasería sem sést ekkert..:) Það er ódýr lausn :)
Svo finnst mér eitthvað svo mikið fallegt við svona lesljós sem að hanga beint niður úr loftinu. Það er ákveðið að hafa svoleiðs!
Flott hvernig rúmgrindin er búin til hér fyrir neðan :)
Þessi gafl er bara límmiði sem hægt er að kaupa í búðinni BLIK.
fallegt loftið í kringum ljósið hér fyrir neðan! :)
Svona má líka gera flotta rúmgrind :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli