divider

divider

Dýrgripir

Ég kíkti í heimsókn til elskulegrar ömmu minnar í dag. Á borðstofunni hennar hefur verið dúkur síðan ég man eftir mér. Ótrúlega fallegur handgerður dúkur. Ég hafði orð á því hvað mér finnst þetta fallegt við hana og spurði hvort hún kynni þetta. Nei... þetta er víst eitt af fáu sem hún hefur ekki lært. Hún kann þó margt og hefur kennt mér ótrúlega margt síðastliðin árin. En gamla átti eitthvað eldgamalt burda blað þar sem þessi aðferð er kennd. Á þýsku. En ég ætla mér að prufa að reyna að lesa úr myndunum og læra þetta. Enda ofsalega fallegt :) 
Amma lumar á fullt af dýrgripum, það er ekki hægt að segja annað. 
Á neðri myndinni má sjá mynd af aðferðinni :) 

Veit einhver hvað þessi aðferð heitir? og hvað nálin kallast til þess að vinna þetta?


5 ummæli:

  1. Þetta heitir orkering, þ.e. að orkera og áhaldið heitir skytta. Það er samt hægt að gera þetta með tveimur eða þremur mismunandi áhöldum, man ekki hvað hin heita. Gangi þér vel.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk fyrir þessar upplýsingar Jóhanna :)

      Eyða
  2. Alexandra Þórlindsdóttir6. nóvember 2012 kl. 23:15

    Þetta kallast líka tatting á ensku ef að þig langar að googla. Fullt af upplýsingum á netinu. Svo er heimilisiðnaðarfélagið reglulega með námskeið í orkeringu.

    SvaraEyða
  3. Maður orkerar með skyttum sem reyndar eru kallaðar orkeringarnálar í flestum búðum sem selja þær. Stundum er orkerað með tveimur skyttum en það má gera marg fallegt með bara einni skyttu og hnykli.
    Nálaorkering er til líka en hún er gerð með sérstökum nálum sem líta út eins og ofurlangar saumnálar en eru allar jafn breiðar.
    Mig vantar íslensk orð yfir svo margt í þessu handverki svo ef einver hefur rekist á íslenska bók, aðra en kennslubók um kvennlegar hannyrðir frá 1926 væri ég voða glöð að fá upplýsingar um það. Ég ætlaði að reyna að safna saman upplýsingum á íslensku um orkeringu.
    http://orkering.blogspot.com/
    Ásdís H.

    SvaraEyða