Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs með þökk í hjarta fyrir lestur síðastliðin 8 árin. Ég vona að nýja árið verði ykkur rosalega gott í alla staði og færi ykkur gæfi og hamingju.
Ég set mér yfirleitt aldrei nein áramótaheit...nema að ég geti staðið við þau :) Ég held að þessi setning hér fyrir neðan sé bara ágætis áramótaheit. Ég hvet alla til að tileinka sér þessi orð.
Svo heiti ég líka á sjálfa mig að drekka meira af vatni þetta árið og borða hollari mat :)
Ég setti mér nokkur markmið á áramótunum fyrir ári síðan og hef náð þeim lang flestum. Öll voru þau frekar auðveld að standa við... eins og t.d. að sjæna stofuna, fara til ameríku og kaupa gardínur fyrir stofugluggana... en þetta síðastnefnda er enn eftir. Það gerist á árinu 2013 :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli