divider

divider

Nýársmottan

Á gamlárs þá föndruðum við Nína Dögg nokkur yfirvaraskegg og festum á rör. 
Við gerðum alls 15 mottur og ég bjó til skapalón og svo var bara strikað eftir og klippt út. 
Það dugaði þó ekki að gata í skeggið eins og er þarna á hvíta skegginu því það hélst illa og var ekki á réttum stað miðað við efri vör... svo við festum yfir rörið þannig að þegar maður drakk úr rörinu þá fékk maður skegg :) 

Þetta var mjög skemmtilegt svona við matarborðið :) 


3 ummæli:

 1. Hvernig festuð þið það? Það sést ekki vel á myndunum. ...Vel gert :)

  /MM

  SvaraEyða
 2. Ég átti einfaldlega ekki mynd af festingunum. En ég klippti litla renninga sem ég beyglaði í L og setti dobble-tape á öðru megin svo klippti ég aðeins upp í brotið frá sitthvorri hliðinni og annar endinn límdist á skegg-bakið og hinn á rörið og vafðist utan um rörið :) Það gekk upp :)

  SvaraEyða
 3. Ég hefði notað grátt kítti...

  /MM

  SvaraEyða