Mig dreymir um að fara til Amsterdam. En það má segja að Amsterdam sé drauma borg hönnuðarins enda mikið gróska í hönnun þarna.
Ein góð ástæða til þess að mæta til Amsterdam er Droog design.
Droog design rekur í Amsterdam Hótel/búð/sýningarsal/kaffihús, Hótel Droog. En hótelið innieheldur reyndar bara 1 herbergi. Það er hægt að panta og gista í þessu eina herbergi ásamt því að getað komið á sýningar, fengið sér drykk eða jafnvel í svanginn, hlustað á fyrirlestur, verslað fallega hönnun eða góðar snyrtivörur svo má fá sér göngu í ævintýralegum garði. Það er lögð meiri áhersla á að gestirnir hafi nóg að gera innan veggja hótelsins frekar en að þeir geti gist á hótelinu...sem er frekar fyndin upplifun ;)
Hótelið er staðsett í 700 fermertra, 17. aldar húsi í hjarta Amsterdam og er eiginlega algjör skylda fyrir þá sem hafa áhuga á hönnun og skemmtilegri upplifun.
Spurning hvað er langur biðlisti eftir gistingu í þessu eina herbergi sem er á þessu hóteli ? ;)
Ég mun allavega heimsækja þennan skemmtilega stað einhverntímann... það er engin spurning! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli