divider

divider

Heimilis-innblástur

Á miðvikudegi sem þessum, þar sem ég sit við eldhúsborðið og læri og hlusta á rokið úti þá er um að gera að taka sér pásu og skoða fallegar myndir. Hér eru nokkrar myndir sem veita mér örlítinn heimilis-innblástur. Ég held að ég verði að fara að fá mér fallega plöntu í pott til þess að lífga uppá stofuna mína. Það er ótrúlega fallegt að hafa smá grænt með.

Seinnipartinn ætla ég svo að skunda til Reykjavíkur, draga í mig smá menningu, kíkja í miðbæinn og enda svo í saumaklúbb með skemmtilegustu skvísum landsins þó víðar væri leitað. Tilhlökkun er á háu stigi...enda hef ég bara setið heima í náttbuxum að skrifa ritgerð síðustu daga. Morkn. 





Engin ummæli:

Skrifa ummæli