divider

divider

Fjársjóðshirsla

Þetta þykir mér skemmtileg mubla.
Hillur utan á, skúffur inn í skáp. Hönnuðurinn Vivian Chiu nefnir þetta Psych Cabinet.



Virkilega skemmtileg hugmynd.

MIHO

Fyrir nokkrum dögum eignaðist ég hreindýr, nánar tiltekið haus af hreindýri. Hausinn er hins vegar ekki loðinn og honum fylgir ekki starandi tómt augnaráð. Þetta er ekki haus af dauðu dýri.

Þar sem við skötuhjú eigum bæði afmæli í september ákváðum í sameiningu að í stað þess að svitna yfir að finna eitthvað til að gefa hvort öðru myndum við frekar velja það sjálf.
Ég valdi le trophee Blossom. Þetta er bestasta og nýjasta uppáhaldið mitt! Ég geri mér ferð inn í stofu nokkrum sinnum á dag, bara til að horfa á hann.

Það versta við þessa færslu er að myndin af gripnum sýnir ekki almennilega alla þá dýrð sem af honum ljómar.

Og já ég fann þetta hér Victoria & Albert museum. Fæst líka hér, meira að segja ódýrara...


Hérna er fleira undir sama merki, MIHO - Unexpected Things.




Mér þykja myndir Amber Alexander æðislegar. Þær eru yfirmáta vel gerðar og svo krúttlegar. Það er hægt að sjá meira af myndunum hennar á Etsy síðunni hennar hér.

Ég væri svo til í að eiga svuntu íkornann hver veit nema það gerist einhverntíman, $20 er ekki mikið. Þó svo að það sé bara eftirprentun þá er það samt æði.



Vegglímmiðar

Blik er ótrúlega skemmtileg netverslun sem selur vegglistaverk í límmiðaformi. (reyndar er ekki allt til að líma á veggi en nánast allt)

Hér má sjá nokkra af þeim límmiðum sem mér fannst áhugaverð :) Reyndar er allt í þessari búð ótrúlega áhugavert og rosalega gaman að skoða hjá þeim... þeir selja allt frá rúmgöflum niður í pottaplöntur og allt þar á milli. Það má líka finna flotta límmiða í barnaherbergi fyrir fagurkera.

Þessir límmiðar eru allir mjög grafískir og skemmtilegir fyrir augað... og ég er ekki frá því að allir finni eitthvað við sitt hæfi þarna :) 


Hér fyrir ofan er Lotukerfið sett upp í efna-skrímslum... flottasta tafla sem ég hef séð af lotukerfinu :) 
Og hér fyrir neðan má sjá hvernig hægt er að poppa upp stólana á heimilinu með því að gefa þeim "ný stólbök".



Hér fyrir ofan má sjá frekar krípí límmiða af loftræsti-rist en það er eins og einhver sé fastur í... það var hægt að fá tvær tegundir í viðbót við þessa í búðinni.
Hér fyrir neðan má sjá einn af nokkrum rúmgöflum sem hægt er að fá í þessari skemmtilegu búð.



Svo er það barnaherbergið. En fyrir ofan er einhverskonar límmiði sem er líka púsl og börnin geta leikið sér með þetta aftur og aftur. 
Fyrir neðan er vegglímmiði með kisu að kíkja... mjög grafískt, en líka mjög þrívítt :)



Mér finnst mikill húmor í fullt af þessum límmiðum. T.d. í þessum hér fyrir ofan.
Þrívíður límmiði hér fyrir neðan... virkar eins og þetta sé skúlptúr sem hangir á veggnum :) 


Notknot púðar

Mig langar í svona púða!
Eftir helgi munu þeir fást hjá Hrím. Annars eru þeir til hjá Umemi á Laugarvegi 25.




Rakst á þessa földu bókahillu eftir Ibride. Ég er virkilega skotin í þessari hugmynd.
Fyrirmyndin af þessari línu, Les Dandys, er sprottin úr frönskum 19. aldar bókmenntum. Mjög spes hönnun með, að mínu mati, breskum sveitaseturs fíling



Lego / Leg-go

Þessir sérstöku hælaskór bera nafnið Leg-go Stilettos og voru framleiddir síðastliðið vor í takmörkuðu upplagi. 
12 skór voru framleiddir fyrir 12 mestu skóáhugamenn/konur heims ;) 
Finn nokkur Stone mun hafa fengið hugmyndina. 

Og já... það er hægt að ganga í þeim!


Að bera á borð vandamál

Ég á við vandmál að stríða. Ég hef verið að leita að sófaborði í þó nokkurn tíma. Nema hvað að ég set nokkur skilyrði við þessi kaup mín. Ég er of erfið viðureignar.
  1. Það má ekki kosta of mikið. Of mikið gæti verið lítið hjá sumum.
  2. Það má ekki safna ógrynni af ryki. Engar hillur, fætur eða göt sem þarf að þurrka af.
  3. Það má ekki kámast. Ekkert háglans efni eða gler.
  4. Það verður að eldast vel. Stefnan er að eiga það í amk 20 ár.
  5. Það má ekki þarfnast mikils viðhalds. Ég nenni ekki að drösla því niður í bílskúr til að pússa borðplötuna upp á nokkurra ára fresti.
  6. Það verður að þjóna tilgangi sínum vel. Ekki of lítið og ekki of lágt. Heldur ekki of stórt.
  7. Það verður að taka vel við fjarstýringum, glösum, hundaslefi og öðru drasli sem endar þar (tímabundið).
En fyrst og fremst verð ég að elska það frá fyrsta degi sem ég sé það.
Ég geri mér grein fyrir því að ég verð að láta undan nokkrum kröfum ef einhverntíman á að vera fallegt sófaborð heima hjá mér. Hverjar munu láta undan veit ég ekki ennþá, ég hef ekki enn fundið drauma borðið.

Hér eru nokkur sem bera með sér góðan þokka. Þau fást öll hér.

Sentou Edition
Kartell

Kartell

Zeus
Kartell


Ísland/Japan

Titill færslunnar hljómar eins og fótboltaleikur... I know!

Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistakona, býr til þessa ótrúlega fallegu Origami Trönur sem hún fegrar síðan með fjöðrum, perlum og öðru glingri. Trönurnar eru allar gerðar úr landakortum sem gerir þetta fallega skraut eitthvað svo spennandi. Það er eins og Óróinn sem verður úr þessu öllu saman hafi einhverja spennandi sögu að segja og einhvernveginn þá sækist maður pínu í að horfa á  þetta :) 

Hægt er að kaupa þessa fallegu óróa í Mýrinni í Kringlunni.




Uppáhalds

Ég skil ekki afhverju í ósköpunum ég var ekki búin að uppgötva þennan hönnuð áður. Hann er núna einn af mínum uppáhalds. Tord Boontje heitir maðurinn. Flestir af þeim hlutum sem hann hefur hannað eru svo...veit ekki hvernig maður ætti að útskýra það á íslensku..lífrænir, hafa svo mikla hreyfingu. Sem höfðar einstaklega mikið til mín.

Þegar ég var að hefja búskap rakst ég á þessa DIY ljósakrónu í Habitat. Hún kostaði þá 3.000 kr. og auðvitað skellti ég mér á hana. Sé ekki eftir þeim smá aur þar sem ég er ennþá ótrúlega skotin í henni.

Garland

Hérna er svo búið að setja hana inn í glerkúlu. Ef ég ætti þetta væri ég líka ennþá skotin í því.
Ég get ekki séð að þetta sé komið í sölu en þetta er hluti af 2011-2012 haust/vetrarlínu Artecnica.

Tangle globe
Hérna er borð eftir hann. Með áprentuðu munstri að ofan og neðan.

Rialto decó

Áfram með blómamynstrið, í mottum.

Little Field of Flowers
Þetta er skilrúm, samansett af 6 svona stk í pakka.
Sem maður festir saman. Fæst hér.
Ég gæti haldið endalaust áfram en maður verður einhversstaðar að stoppa.

Fuglahús

Þessi skemmtilegu fuglahús voru hönnuð af arkitektastofu einni í London, en húsin eru staðsett í görðum hér og þar um borgina. 
Arkitektarnir sem unnu að verkefninu tóku mið af húsunum og blokkunum í kringum hvern einasta garð til þess að hanna útlit fuglahúsanna, en enginn garður hefur eins hús. 

Falleg hús og falleg hugmynd sem fegrar umhverfið :) 






Ósýnilegur hjólahjámur



Á Index award hátíðinni í Kaupmannahöfn fengu tvær stúlkur 1. verðlaun fyrir ótrúlega sniðugan hjólahjálm :)
Index verðlaunin eru verðlaun sem veitt eru til hönnunar sem bætir lífið og hjálpa til við hversdagslífið.

Ég verð að segja að þetta er flott hugmynd hjá þeim... og fyrir þá sem vilja ekki vera með hjálm, þá er þetta alveg pottþétt lausnin :)