divider

divider

AmeRÍKA !

Anthropologie er búð í Ameríkunni góðu sem er alveg sérstaklega úthugsuð fyrir konur :) 
Reyndar eru allar búðir þannig þar sem að konur sjá yfirleitt um að eyða peningum... en...
Þessi skemmtilega búð hefur í raun allt fyirr konur...allt frá snyrtidóti og skóm yfir í fallega hluti fyrir heimilið.

hér fyrir neðan má sjá nokkra hluti sem ég heillaðist af. 
Held ég verði bara að fara til sameinuðu fylkja ameríku!Þessir dýrahausar hér fyrir ofan eru fatahengi - nokkuð snoturt.

og svo ef maður á ekki mikið af bókum en langar í...þá má bara veggfóðra þær á vegginn :) 
örugglega flott að vera með svartann vegg og einn renning af þessu veggfóðri á góðum stað á veggnum.


Það voru til svona fallegir viðarkubbar með stöfum á hjá ömmu minni og afa þegar ég var lítil... ég hef alltaf heillast ótrlúlega af svona... finnst þetta ótrúlega fallegt dót!


Þessi heklaði sveppur hér fyrir ofan er barna kollur. Hann myndi sóma sér vel í barnaherberginu heima hjá mér :) - eða í stofunni bara :)

Hekla heklar heklaðar dúllur :)

Fyrir hekl-sjúkar handavinnukonur sem og aðra fagurkera þá gætu myndirnar hér að neðan gefið ykkur hugmyndir fyrir nýjustu handavinnuverkefnin :) 

mig langar allavega að byrja á einhverju nýju... :) 
Leikum okkur með matinn :)

Þetta gæti verið skemmtileg hugmynd fyrir bollurnar á bolludaginn :) 
Það er alltaf svo gaman að borða skemmtilegann mat :) 

More is more, less is a bore!


Þessar sokkabuxur verð ég að eignast á árinu!
En þær fást hjá  Royal Extreme, sem er íslensk hönnun eftir Unu Hlín Kristjánsdóttir. 
Ótrúlega flott föt hjá henni!

InniParís

Nína Dögg 5 ára dóttir mín leikur sér í InniParís. 
París er ekkert leiðinlegur leikur, sérstaklega þegar maður má leika í honum inni. 
Það eina sem þarf er málningarteip, blöð og tússlitir. :) 
Skemmtilegur leikur sem hefur ofanaf fyrir orkumiklum börnum í leiðinlegum veðrum :) 

Bókahillan

Tvær fallegar lausnir til þess að gera bókahilluna skemmtilega og fallega :) 

ef bækurnar eru ekki fallegar á litinn, þá er bara um að gera að snúa þeim öfugt :) 


DIY: Rúmgaflinn

Fyrir þá sem alltaf eru í leit af hinum eina rétta rúmgafli,
 þá gæti þetta verið skemmtileg hugmynd sem hver og einn gæti útfært fyrir sjálfan sig. 
Passa þarf bara að pússa vel viðinn sem verður fyrir valinu, því ekki vill maður fá flís!


Sápuþvotturinn

Þetta finnst mér sniðug hönnun. 
Ekkert sull, almennileg sápa til að þvo sér allt er hreint, þurrt og fínt fyrir neðan.


DIY: Borðstofu ljósið

Þetta fallega ljós er líklegast lítið mál að útbúa sjálfur. 
Það sem þarf er falleg og þokkalega stór grein,
góðan rafvirkja, rafmagnssnúrur og perur. 

mig langar að prufa :) 


DIY: Skipulagið 2011

Eitt af mínum áramótaheitum fyrir árið 2011 var að skipuleggja heimilið betur. 
Ég á það til að vera svolítið (alltof mikið) óskipulögð með hitt og þetta. 
En nú skal byrja... og hugmyndin var að draga sem flesta með inn í þetta skemmtilega áramótaheit....því manni líður bara svoooo vel þegar allt er á sínum stað og  allir hlutir eiga sinn stað :) 

Hér fyrir neðan er hugmynd að skipulagi fyrir baðherbergið. 
Svona hvítir kassar fást í Ikea. 


Svo er ekki vitlaust að losna við allar þessar snúrur sem fylgja þessum blessuðu tækjum sem eru útum allt heimili. Einn svona lítill kassi (sem hægt er að smíða sjálfur) gæti breytt öllu. 
Miklu hreinlegra!

Góða helgi!

Helgin mín fer í allskyns skemmtilegt! 

Og er planið í kvöld að fara út á lífið í fyrsta skipt í MJÖÖÖÖG langann tíma. 
1 1/2 ár eða svo :) 
Gaman af því :) 

Skemmtilegt verk :)

DIY. Snagar

Þetta er eitthvað sem er örugglega gaman að gera!

Og það sem er svo skemmtilegt við þetta alltsaman er að það geta næstum allir gert svona. 
Bæði börn og fullorðnir. 
Sé jafnvel fyrir mér að þetta væri flott verkefni í myndmenntartíma hjá börnum í grunnskóla :) 
hmm... einhverjir kennarar í röðum blogglesenda?

það sem þarf er: 

1) Vírarúlla (þunnur vír)
2) Vírarúlla (þykkur vír)
3) fljótandi lím
4) pappír (eða pappamassa)
5) járnklippur og töng
6) Akríl málningu
7) 1 skinna fyrir hvern snaga.Nota þykka vírinn til þess að móta útlínur snagans
og þunna vírinn til þess að vefja hann að hinnan líkt og hér að neðan.


Skinnan er notuð til þess að festa endana á þunna vírnum.


svo er það bara að byrja að líma :) 


og mála!


og VOILÁ!

Þetta langar mig að læra að gera!!!

Fallegt borð!

Nú þegar maður er í hálfgerðri afvötnun eftir jólin og byrjar að borða hollt aftur þá væri ekki verra að eiga svona borð. 
fullt af hveitigrasi til þess að pressa, kryddjurtum til þess að bæta á matinn og fleira skemmtilegt :) 

skemmtileg hugmynd :) 

Verslunarhúsnæði!

Þetta skemmtilega verslunarhúsnæði nefnist Bar-Code og er eftir Vitruvio & Sons arkitekta :) 

ótrúlega skemmtilegt :) 


Post-it

Maður er ekki kúl fyrr en maður notar svona Post-it :) Hárið

Svona er hægt að nýta gamalt garn.
búa til fallega fléttu og svolítið langa úr garninu og binda um höfuðið.
Nýta svo endann í snúðinn eða þá greiðslu sem hver kýs. 
Það er líka fallegt að hafa garnið í hárfléttunni ef hárið er nógu langt til að flétta það :) Gamalt/nýttÞetta þríeyki fann ég í gömlu drasli frá mömmu minni og pabba. 
Ég man ekki eftir því að mamma hafi haldið eittvað sérstaklega uppá þetta þegar ég var lítil og man alls ekki eftir því að hún hafi haft þetta fyrir punt. 
En svo eignuðust þau sumarbústað og þetta var sett uppá hillu þar og látið rykfalla.
Enginn sá neitt við þetta og öllum fannst þetta ljótt drasl. 
Ég hirti þetta. 
Svo sansaði uppþvottavélin þetta... gaf þessu glansinn aftur og þetta er líka svona ótrúlega fínt og skemmtilegt í stofunni minni... rokkar hana pínu upp :) 

Mér finnst þetta hrikalega flott :) 

ÓMÆ!

Mikið ofsalega er þetta fallegur háfur í eldhúsið!

Ég er bara heilluð!

DIY. Ljós

Skemmtilegt ljós sem hægt er að gera sjálfur :) 

Ég er reyndar ekki klár á því hvernig þetta var búið til en mér sýnist þetta hafa verið gert úr málningarteipi og með blöðru undir (sem tekin er úr eftir á). 
Eða þá pappír og pappamassalím.

spurning...?
vitið þið það?