divider

divider

Jólaskreyting

Falleg og einföld jólaskreyting sem allir ættu að geta hent saman á "nó-tæm". :) 


Dóttir&Sonur

Úti í Berlín er íslenskt par, Tinna (grafískur hönnuður) og Ingvi (vef-hönnuður), að hanna saman skemmtilegar vörur undir vörumerkinu Dóttir&Sonur. 
Ég get sagt ykkur það að ég er mjög hrifin af púðunum sem þau gera, og mér finnst skemmtilegur húmor í verkunum þeirra. :) 

Ég er reyndar ekki viss um hvar hægt er að nálgast vörurnar þeirra hérna á íslandi...en ég er nokkuð viss um að þær séu í sölu hérna einhversstaðar :) 
veit það einhver?


Þessi skemmtilegi púði hér fyrir neðan ber nafnið KR-Pillow :) - Við skagamenn gætum þurft að kaupa nokkra til þess að lúskra á ;)



Jólapakkinn :)

Hér má sjá nokkrar hugmyndir af jólapökkum sem pakkaðir eru inn í brúnann pappír og skreyttir með hlutum sem til eru á heimilinu :) 

HÉR má einnig finna gamla færslu frá því í fyrra með góðum hugmyndum fyrir jólapakkann :) 

Jólagjafa-innpökkun :)

Nú get ég mér þess til að flestar konur séu að byrjaðar að pakka inn gjöfunum fyrir jólin :) - ég byrjaði ekki fyrr en í gær og er komin með 3 sæta pakka :) Í ár ætla ég mér bara að pakka inn nokkrum á dag, því að ef ég geri alla í einu, þá verða þeir fyrstu voða fallegir en þeir síðustu frekar ljótir... enda 22 pakkar sem þarf að pakka inn á þessu heimili ;) 

Mér finnst svolítið inn núna að vera með frekar einfaldann pappír. Brúnn málningapappír kemur sterkur inn í ár. Og garnið sem allir eiga nóg af er vinsælt í ár í staðinn fyrir borða. Einfalt en fallegt :) 

Hér fyrir neðan er smá kennsla hvernig maður gerir sínar eigin slaufur. Úr einhverju fallegu einlitu efni, eða jafnvel fallegu skrautlegu efni sem rokkar upp pakkann :) 





Föndrað úr ruslpóstinum.

Ruslpósturinn er líklegast ódýrasta efni sem hægt er að finna í föndur. Það einfaldlega dettur beint inn um lúguna á hverju heimili landsins. Flestir auðvitað henda ruslpóstinum eða setja hann í grænu tunnuna. En það er líka hægt að föndra falleg snjókorn úr ruslpóstinum :) 
Snjókornin verða mjög litrík og falleg...og henta vel á veggi sem eru ennþá auðir. 
Hér eru nokkur snjókorn sem ég fann á einhverri erlendri síðu.... þetta er bara nokkuð fallegt og gefur heimilinu líf með fallegum litum :) 







Jólatré - föndur

Hér má sjá jólatré sem notuð eru sem skraut, sem auðvelt er að gera sjálfur :) 

Mynd 1. Spítu jólatré, það sem þarf eru gamlar spítur, naglar og góð handsög :) 

Mynd 2. Dagblaðs-jólatré. Það sem þarf eru gömul dagblöð, kork-keila (eða keila sem hægt er að nálgast hjá saumastofum eins og t.d. sokkaverksmiðjunni Trico o.fl. stöðum), límbyssa, tréstöng og blómapottur. 

Mynd 3. Saumað-jólatré. Það sem þarf er grænn efnisbútur, kork keila í 3 stærðum jafnvel, saumavél, tréstöng, blómapottur eða eitthvað sem hægt er að láta tréstöngina standa í :) 

Svo er um að gera að breyta þessu smá og fara sínar eigin leiðir  :)  




Jólakúlu jólatré

Þetta þykir mér æðisleg hugmynd. Fallegt "tré" sem er hægt að stafla almennilega undir.
Fyrir þá sem vilja leggjast yfir alvöru jólaföndur og búa til sitt eigið tré, þá eru leiðbeiningar hérna.



Jóli kemur í kvöld!

Stekkjastaur kemur í kvöld :) 


The first Icelandic Santa is coming tonight to give the icelandic children little gifts in their shoe. ;)
We have 13 Icelandic Santa's and the name of tonight's Santa is STEKKJASTAUR :) 

Jólakortin góðu

Ég er alltaf búin að ákveða frekar snemma hvernig ég ætla að hafa jólakortin á hverju ári... nema þetta árið! Ég er jólakorta-hugmyndasnauð þessa dagana og enda örugglega með því að kaupa tilbúin kort þetta árið... 
....djók
...ég meika það ekki, fyrst það að það er orðin hefð hjá mér að gera eitthvað rugl á hverju ári, þá get ég ekki breytt útaf vananaum...en mig vantar hugmyndir! 
úff...

En meðan ég er að hugsa þetta allt saman þá er ég búin að finna út hvað hægt er að gera við kortin sem við fáum frá vinum og vandamönnum eftir að búið er að opna þau :) 

Það má t.d. setja þau í svona fínann ramma....eða festa þau á greinar í vasa :) 
eða festa þau með klemmu á band á góðum vegg :) 
Það er allavega skemmtilegra að skreyta með þeim heldur en að setja þau í skál á borðið...er það ekki?



DIY: Pakka-merkimiðar

Það er ekki flókið að gera sína eigin merkimiða...og líklega mjög margir sem spara sér peningana og gera þá sjálfir. Hér fyrir neðan er skemmtileg útfærsla af fallegum merkimiðum. 
Til að byrja með má annaðhvort teikna með svörtum línu-penna eða prenta út úr tölvunni einhver skemmtileg form með fallegum kveðjum á. (þarf auðvitað ekki að vera þríhyrningur...má hvera hvað sem er). 
Svo er það bara skóla-límið góða, og góður pensill eða svamp-pensill. 
Svo er það þunni föndurpappírinn (man ekki hvað hann er kallaður)  
Og svo er bara að byrja :) 







Það má auðvitað leika sér með þessa aðferð á marga vegu...t.d. búa til sinn eigin jólapappír. 
Mæli þá með að fólk kaupi teiknipappírs-rúllu í Ikea og pakki inn pökkum í fallega skreyttann pappír af rúllunni :) 


Þegar piparkökur bakar..


Líklegast eru einhverjir sem eiga eftir að baka piparkökur. 
Fyrir þá sem eiga það eftir ættu kannski að prufa að gera nokkur svona MINI-piparkökuhús sem smellpassa á fallega stellið sem dregið er fram fyrir heita kakóið um jólin :) 

Það skapar pottþétt góða stemmningu að bjóða svona með kaffinu og kakóinu :) 

Gígur kertastjakar.

Hér fyrir neðan sjáum við alveg GLÆNÝJA Íslenska hönnun nefnda Gígur. 
Stjakarnir eru eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur, vöruhönnuð, og eru gerðir  úr mahóní og eru ætlaðir fyrir sprittkerti. 
Stjakarnir koma í þremur mismunandi stærðum og eru handmálaðir í sjö mismunandi litum, þannig að þar ætti hver og einn að finna liti við sitt hæfi :) 

Gígur er pottþétt kominn á óskalistann minn, enda einstaklega falleg og vönduð vara :) 

Stjakarnir eru ný mættir í Epal og má því nálgast þá þar fyrir jólin. 

Falleg jólagjöf!



Jólagott!

Við bjóðum öll uppá eitthvað góðgæti fyrir og um jólin. 
Sumir hafa mikið fyrir þvía ð baka og eyða öllum sínum frítíma í desember í bakstur...aðrir hafa þetta bara einfalt :) - 1-3 tegundir af smákökum... eins og t.d. ég. Á mínu heimili vill enginn borða þessar smákökur og ég enda oft með að henda þeim í febrúar. 
En hér fyrir neðan er eitthvað sem allir væru til í að borða...:) Og þetta er alveg hrikalega einfalt !
Maður skellir í eina skúffuköku og sker hana svo út með góðu hringlóttu formi...t.d. piparköku formi :) 
svo er það bara annaðhvort eitthvað gott krem eða rjóminn góði og stór og fín jarðaber :) 

Jólahúfu-kökurnar tilbúnar! :) 

Föndurstund

Ég hef verið að föndra. Ég á alls ekki heiðurinn af hugmyndinni, heldur fann ég þetta á blogginu Ruffled. Ég ákvað nú samt að búa til nýjar leiðbeiningar, á íslensku.
Þetta eru líklega ekki verðlauna ljósmyndir en duga engu að síður.
Ég myndi ekki mæla með þessu sem föndurstund fyrir yngstu börnin, þar sem það getur verið stíft að klippa í pappírinn.

Ég notaði venjulegan 80 gr. pappír. Þessi sýnikennsla hérna fyrir neðan er gerð úr 3, A4 blöðum.
Ég mæli frekar með því að fólk byrji á að brjóta þversum á blaðið en ekki langsum eins og ég gerði. Ég var að prófa að gera á hinn veginn þegar ég tók myndirnar.
  • Maður byrjar á því að brjóta upp á blaðið eins og 1. myndin sýnir og heldur svo áfram þar til útkoman verður eins og á 2. myndinni. Engar áhyggjur ef síðasta uppábrettan verður minni en hinar, það er í raun betra.
  • Þar næst brýtur maður renninginn saman eins og á 3. mynd. Mér finnst best að láta síðustu uppábrettuna verða innan í, þá eru brúnirnar sem kyssast, svo til jafn breiðar.
  • Svo gatar/klippir maður. Í þetta skipti notaði ég stjörnu gatara sem ég átti og klippti mörg göt. Það er hægt að útfæra þetta á svo marga vegu með skærum eða öðrum göturum. Kemur líka mjög vel út að klippa endana til.
  • Næst tekur maður upp límið og límir opið saman.
  • Svo endurtekur maður öll skrefin tvisvar í viðbót og límir svo bitana 3 saman, einn í einu. Þá ertu kominn með heilan hring. Sem þú getur svo hengt upp.
Ég gerði tvær lita útgáfur, í tvo mismunandi glugga. Ég held að ég sé ekki búin ennþá, langar enn að bæta við.
Til að gera minni hringina þá klippti ég einfaldlega jafn mikið af þremur blöðum.
Þetta er það sem höfundur bloggsins, Ruffled gerði. Kemur hrikalega vel út á öðruvísi pappír, þess vegna nótnablöð. Ég komst hinsvegar ekki í neitt svoleiðis þegar fönduræðið kom yfir mig.
Hérna er þetta notað sem bakgrunnur fyrir myndatökur í brúðkaupi. Kemur rosalega fallega út.
Ég myndi borga einhverjum fyrir að gera þetta fyrir mig, því svona mikið tekur langan tíma að gera!

Aðventan :)


Gestgjafinn var með þessar skemmtilegu hugmyndir af aðventukrönsum sem kostar ekki mikið að gera :) 

Mjög smart :) 


Pizzabakstur í desember.

Á þessu heimili á að halda uppá að desembermánuður er genginn í garð, með pizzabakstri. 
Að sjálfsögðu verða jólapizzur sem börnin elska að búa til og borða :)