Ég er alltaf að spá í snögum í forstofuna. Langar að breyta og bæta. Draumurinn væri hreinlega skápur til að fela allt draslið en það er bara ekki í boði.
Snagi-StonE, fæst í
Epal. Búinn til úr fjörusteini. Líka hægt að hann úr viði og stein.
"Límbands" snagar fyrir dótarý. Gæti orðið svolítið draslaralegt...en sneddý engu að síður.
Þetta gæti komið skemmtilega út fyrir falleg föt. Ég á hinsvegar ekki nóg til að geta fengið mér svona. Verð að fara að vinna í því.
Þessi snagi finnst mér æði! Ég elska liti.
Ég veit ekki alveg hvort að ég myndi tíma að nota hann og skemma hversu stílhreinn hann er.
Þetta er snaginn Birkir. Sniðugt fyrir skartsjúka. Hann fæst í 2 stærðum í
Hrím.
Þessi snagi kallast Moose. Mér þykir hann frekar minna á afbakaðan sporð á hvali.
Hérna eru 2 snagar eftir sænskan vöruhönnuð.
Frábær útfærsla af hinu týpíska standandi fatahengi.
Skemmtilegur gulur litur.
Ég hef ekki enn fundið draumasnagann en ég læt ykkur vita.