divider

divider

GERIST

Þær Dedda og Kristín Birna í GERIST frumsýndu nýja, ótrúlega fallega sápu nú um liðna helgi. 
Reykjaví Soap.
Sápan er sundlaugarblá og er eins og heitapottur í Laugardagslauginni. 
Sápan fer ótrúlega fel á vaskborði og er svo falleg að það er spurning um að maður tými að nota hana. 

En hún er samt komin á lista yfir þá hluti sem verða keyptir á mitt heimili á árinu....ásamt Reykjavík Towel handklæðinu :) 




Þær stöllur frumsýndu líka ótrúlega fallegt myndband fyrir vörurnar sínar.
Gefur vörunum skemmtilega stemmningu.



Upplifunar-Hönnunar-Mars


Á fimmtudaginn síðastliðinn hófst Hönnunarmarsinn. 
Það má segja að það hafi verið margt spennandi og skemmtilegt að sjá og ágætt að taka alla helgina í að skoða allt sem var í boði vel og vandlega. 
Það sem stóð uppúr fyrir mitt leyti var upplifunar-hádegisverður sem var í boði á Norrænu matar-ráðstefnunni í Norræna húsinu, þar sem við í Björg í bú fórum með erindi og kynntum Örflögurnar.
Þar útbjuggu mastersnemar við Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi fallegt langborð með mat sem tónaði við litapallettuna í miðjunni. Reglurnar voru: blanda saman 3 tegundum í einu og boðra og aldrei borða sömu tegund oftar en einu sinni. 

Ljósmyndinni "stal" ég af öðru bloggi þar sem að ég klikkaði alveg á að vera með myndavélina á mér þarna. En sem betur fer voru nokkrar myndavélar á lofti til að taka myndir af þessu fallega borði :)


HönnunarmarsIPAN

Þær Arna Rut Þorleifsdóttir og Rán Flygering hönnuðu þetta skemmtilega nammi í samvinnu við Sambó lakkrís fyrir Hönnunarmarsinn í ár, og það verður að segjast að þeim tókst svona líka rosalega vel til :) 
Hönnunarmarsipanið var í sölu um helgina í KIOSK á Laugarveginum og kostaði bara slikk - enda rauk það út eins og glænýjum lakkrís sæmir og bragðaðist að sjálfsögðu betur en við var að búast :)
Ótrúlega flott og gott gotterí hjá þeim snillingum!


Hönnunarmarsinn skemmtilegi :)

Á Hönnunarmars hefur Björg í bú einnig verið að sýna kjötbretti og blómasegul í Kirsuberjatrénu
og Peysuleysið í Vöruhúsi, gamla 17 á Laugarveginum :) 

Blómasegullinn og Kjötbrettið eru bæði í sölu í Kirsuberjatrénu.




Örflögur frá Björg í bú

Hönnunarmarsinn er hafinn og hefur líklegast ekki farið framhjá neinum. 
Það er mikið um dýrðir og viðburðurinn í heild sinni hefur heppnast rosalega vel! :) 
Fullt af fallegu að sjá útum allann miðbæ sem að nærir sálina og gleður hjörtu.

Örflögur voru kynntar í gær í Norræna húsinu við góðar undirtektir. 
Opnunin tókst vel og allir voru glaðir. 





HönnunarMars



Kæru blogglesendur.

Verið velkomin að koma á kynningu okkar í Björg í bú, föstudaginn 25. mars í Norræna Húsinu.
Nú loksins munum við frumsýna ÖRFLÖGUR/MICROCHIPS.
Hollustu kartöfluflögur heims :)


Hlakka til að sjá ykkur!



Ósýnilegir skór/ Invisible shoe


Brasilíski hönnuðurinn Andreia Chaves hefur hannað þessa skemmtilegu skó í samstarfi við Freedom of Creation í Amsterdam. 
Þeir eru reyndar ekki til í alvöru og þessir hér á myndinni hafa einungis verið prentaðir út úr þrívíddarprentara og eru því úr gifsi.... og ekki hægt að vera í þeim....ennþá allavega.

Trylltir!






Væri til í að eiga speglaskóna! 

#9 Mottumars

Grasmottur.


á köldum vetrardögum sem þessum þá væri ég alveg til í að eiga svona grasbala í stofunni minni :)

#8 - Mottumars

Mig langar hriiiiiiiikalega mikið í þessar mottur! 

Takk!


DIY: Falleg mynd á vegg.

Þetta finnst mér ótrúlega falleg hugmynd. 
Blómið á veggnum er málað eftir útsaumaðann kodda sem húsfreyjan sem gerði þetta átti. 
Litirnir voru þeir sömu líka.

Það sem þarf ef maður ætlar að útbúa svona er:
prufulitamálning í litlum boxum 
góð uppskrift af einhverju fallegu útsaumsmunstri.
jafnvel reglustika til þess að mæla upp miðlínuna.
og blýantur. 

gott er að byrja í miðjunni og vinna svo útfrá því í báðar áttir :)



#7

Þessi er svolítið skemmtileg :) 

#6

Þetta gæti verið vinsæl motta :) 
...eða óvinsæl... 

...það fer eftir því hvar hún er staðsett og hver stígur á hana :)

en allavega...þá vantar mig einmitt svona!

Roll & Mix

Hér fyrir neðan má sjá alveg ótrúlega skemmtilega prótótýpu af nýjum eldhúsáhöldum eftir Marcial Ahsayane.

Varan er svona ALL IN ONE vara og er olíuflaska, mortel og 
kökukefli og, og, og... :) 

mig langar alveg að eignast svona ;)




#5

Spreyjaðu bara mottuna á gólfið...það er lang ódýrast!

#4 motta sem mig vantar!


Þessi skemmtilega baðherbergismotta með innbyggðum "inniskóm" kemur frá Droog.

En þetta er akkurat það sem að mig vantar þegar ég stekk úr sturtunni til þess að hlaupa út í pott. 
Algjör snilld!

#3 Mottumarsinn


Gúmmímotta eftir Tinnu Gunnarsdóttir
falleg og grafísk :)
fæst í flestum hönnunarverlsunum hér á landi. 

kósý!


ó hvað ég væri til í að vera þarna....

#2 Mottu-mars

Þessar fallegu mottur eru frá Droog Design.

Þær voru fáanlega í saltfélaginu eitt sinn... kannski enn, hver veit?
en fallegar eru þær :) 


Mottumars

Í tilefni af mottumars mun þema mánaðarins hér á svampinum að sjálfsögðu verða MOTTUR :)

#1
ljósasnúrumotta

Ikea hacker - babycrib

Þetta ótrúlega fallega barnarúm er hægt að kaupa ducduc.
En að sjálfsögðu er það afskaplega dýrt og óhagstætt miðað við hvað börnin stoppa stutt í rimlarúmi.
En rúmið kostar rúma 1500$ sem er um 180.000 kr íslenskar
hvað er það á milli vina?


En eins og svo oft áður kemur Ikea til bjargar.
Með því að púsla saman Ikea rimlarúminu Gulliver, kaupa hvíta plötu í eldhúsdeild Ikea og hvíta hillu kom út þetta fallega barnarúm sem er alls ekki langt frá ducduc rúminu dýra.
Fallegt rúm fyrir MIKLU minni pening :)