divider

divider

Hidden Animal Teacups

Hidden Animal Teacups eru bollar sem eru komnir á óskalistann minn!!!

Bollarnir eru japanskir og eru framleiddir af Ange-line tetrault. 

hægt er að kaupa þessa undurfögru bolla í amerísku búðinni Huset sem er ótrúlega skemmtileg búð sem leggur uppúr skandinavískri hönnun (þrátt fyrir að bollarnir komi frá Japan)

Fadeout Chair

Ein af fjölmörgum snilldum frá Japanska fyrirtækinu Nendo er þessi skemmtilegi stóll sem kallast Fadeout Chair. 
Eftir að hafa skoðað hvað fyrirtækið gerir þá verð ég að segja að þeir eru mjög frumlegir og skemmtilegir  og það er ALLS ekki leiðinlegt að skoða síðuna þeirra :) Frítími

Fólk gerir ýmislegt í frítíma sínum.
Ég rakst á svipað verkefni og listamenn í París gerðu. Þar sem þeir settu garn í götuholur.

Maður að nafni Jan Vormann fór að setja legokubba í sprungna veggi. Það vatt svo upp á sig og úr varð Dispatchwork. Sem hefur farið víða um heiminn og fjölmargir tekið þátt.

Toulouse í Frakklandi

Tarragona í Kataloníu á Spáni

Tel Aviv í Ísrael

Bocchignano á Ítalíu

Belgrad í Serbíu

Amsterdam í Hollandi
Nú þarf einhver að taka það að sér að koma þessu til Íslands.


Pixluð hönnun

Hinn spænski Cristian Zuzunaga er mikið fyrir pixla. Ég var ekki mikið fyrir pixlaðar myndir fyrr en ég sá hvað hann gerir.

Geggjuð motta
Ég væri svo til í að hafa sófann minn troðinn af þessum púðum!

Margir litríkir klútar til hjá honum,
Hann er með netverslun hér

Hann verður með sýningarherbergi í London Design Festival núna í september. Þar sem hann sýnir meðal annars þetta verk.


Og já ef ég var ekki búin að nefna það, ég elska liti.

Mér finnst rigningin góð


..og það er alveg satt. Gróðurinn þarf að drekka. Rokið mætti hinsvegar róa sig aðeins.

Ég vildi að regnhlífar væru meira notaðar á Íslandi. Þessi er sérhönnuð fyrir rok og rigningu, þ.e. hún fýkur ekki upp þannig að þú þurfir að slást við hana.

Sniðugir snagar

Ég er alltaf að spá í snögum í forstofuna. Langar að breyta og bæta. Draumurinn væri hreinlega skápur til að fela allt draslið en það er bara ekki í boði.


Snagi-StonE, fæst í Epal. Búinn til úr fjörusteini. Líka hægt að hann úr viði og stein.


"Límbands" snagar fyrir dótarý. Gæti orðið svolítið draslaralegt...en sneddý engu að síður.Þetta gæti komið skemmtilega út fyrir falleg föt. Ég á hinsvegar ekki nóg til að geta fengið mér svona. Verð að fara að vinna í því.


Þessi snagi finnst mér æði! Ég elska liti.
Ég veit ekki alveg hvort að ég myndi tíma að nota hann og skemma hversu stílhreinn hann er.


Þetta er snaginn Birkir. Sniðugt fyrir skartsjúka. Hann fæst í 2 stærðum í Hrím.


Þessi snagi kallast Moose. Mér þykir hann frekar minna á afbakaðan sporð á hvali.Hérna eru 2 snagar eftir sænskan vöruhönnuð.
Frábær útfærsla af hinu týpíska standandi fatahengi.

Skemmtilegur gulur litur.

Ég hef ekki enn fundið draumasnagann en ég læt ykkur vita.


Stúdentagarðar

Þetta er stúdentahverfi í Le Havre, Frakklandi. Búið til úr gámum. Nokkuð sniðugt verð ég að segja. Svolítið lítið og kannski þröngt en ef leigan er ódýr, hverjum er ekki sama.

Ég er amk mjög hrifin af þessum föstu formum í byggingunni.Lamp Francis

Lampi þessi er prótótýpa úr lampa-seríu sem kallast "Lamp Francis".
Lamparnir voru hannaðir af þeim David Ericsson og Marcus Berg.
 Það má lesa meira um samvinnu þeirra inná DMOCH.

Langar í þennan kjól!

Hann er til HÉR!Pianó bókahilla!

Þessa skemmtilegu bókahillu hannaði Stefan Ulrich. 
En það sem er svo skemmtilegt við hana er að það er hægt að færa "lyklana" á hillunni upp og niður eftir þörfum og nota þá eins og myndin sýnir, bæði til þess að hafa undir bókunum og sem bókastoðir. 

mig langar pínu í svona! :) 
Já...og smá viðbót :)

Eins og þið sjáið kæru lesendur, á seinustu tveimur færslum, þá bauð ég vinkonu minni að reka bloggið áfram með með mér :) þannig að nú fáið þið kannski örlítið fjölbreyttari lesningu...en engu að síður skemmtilega lesningu :)

Pappi! Pappi! Komdu og sjáðu

Ég var í einhverju pappa skapi í dag. Og komst að því það eru fleiri sem fara í pappa skap, varð að deila því með ykkur.

Rainer og Tobias Kyburz hönnuðu þessi tvö ljós.
Kandelaber
Mér finnst þau flott.

KartonKlunker

Þessi krútt eru algjör snilld. Rollu-pappa-hillur. Það er ástralskt hönnunarfyrirtæki sem stendur fyrir þessu, hægt að kaupa hrút, rollu og lamb hér.
The Barnyard Method

Liam Hopkins hönnuður og listamaðurinn Richard Sweeney gerðu þennan sófa úr, jú pappa, með býflugnabú sem fyrirmynd. Hann er hluti af Honeycomb húsgagnalínu Lazerian.


Lazerian

Hér fyrir neðan eru nokkrir hlutir hannaðir af Giles Miller. Hann er augljóslega pappakall.
Ég verð nú að játa að mér innst þessi lampi frekar flottur. Skemmtilegt munstur sem myndast í kringum hann og þægilega dempað ljósið.
Flott afaklukka

Og lítið og sætt náttborð með glerplötu. Fæst hér.
Þessi hilla hefur farið víða um netheima. Enda ekki skrítið. Hún er virkilega öðruvísi.

Eric Guiomar

Þetta er ekki pappi, heldur korktappi x1754 (eða svona u.þ.b.). Gabriel Wiese hefur búið til marga stóla úr korktöppum og hefur verið með þá í sýningum um allan heim. Hægt er að skoða þá hér.
Korkart, "Die neue Plaste"
Ferskir ávextir

Sælt veri fólkið.
Mér bauðst sá mikli heiður að vera með-bloggari. Auðvitað sleppir maður ekki svoleiðis tilboði.
Ég hef sankað að mér mikið af allskonar sniðugum hugmyndum, hlutum sem mig langar í og sem mig langar að gera. Aldrei að vita nema maður deili því með ykkur :)

Svona síðasta hálfa árið eða svo hef ég tekið mikið til í mataræðinu. Þar koma grænmeti og ávextir mikið inn í. Að reyna að borða 4 ávexti á dag...gengur ekki alltaf en ef maður ætti eitthvað álíka þessu þá yrði maður kannski duglegri við það.

Þetta er hannað af ApiuPiu Design og kallast FrecciaMela.
Afhverju það er í laginu eins og ör veit ég ekki en hugmyndin er ekki verri en hver önnur. Ein ör á mann á hvert heimili og maður getur fylgst með ávaxtaátinu.

Þetta væri ég til í að eignast! Ég er alltaf í vandræðum með bananana. Mér finnst þeir bestir alveg gulir og ómarðir. Hef aldrei rekist á hlut sem er bæði fyrir hangandi banana og aðra ávexti.
Banana tree eftir Benjamin Hubert


Hérna er svo ótrúlega fallegur...jah, skúlptúr mætti helst kalla það, fyrir ávexti. Myndi sóma sér vel á hvaða borði sem er. Mikið rosalega væri ég til í svona líka..
Macedonia eftir FOC (Freedom of creation)
(líka til í gylltu)
Nú er best að skella sér út á svalir með eins og eitt stykki epli.