divider

divider

Barnaherbergið


Þessa dagana er ég alveg sokkin í að skoða falleg ljós og límmiða í barnaherbergi.
Litla daman mín hún Hekla Dís (1 árs) er komin með sér herbergi og er voðalega ánægð með það en sökum þess að foreldrar hennar eru mjög busy fólk þá er ekki búið að gera herbergið eins og það á að vera...og að sjálfsögðu lætur mamman sig dreyma!! <3 

þessar vörur hér fyrir neðan eru allar úr bresku búðinni Petit Home en ég veit að eitthvað af þessum vörum eru seldar í Kisunni á Laugarvegi.

Planið er að kaupa annað hvort kanínulampann eða gæsina... og ekki væri verra ef að ég gæti fjárfest í þessu loftljósi líka :) 

Vegglímmiðar sem þessir eru auðvitað komnir á óskalistann, sem og skýjapúðinn.Krítartafla er auðvitað á listanum þar sem að stóra systirin er með eina slíka hjá sér!
Þessi hér fyrir neðan er ekkert ljót!


spurning um sjálflýsandi vegglímmiða fyrir lítil myrkfælin kríli...? (eða bara mig)


Hilla eða tré eða ský??


Þessar ótrúlega fallegu hillur hafa verið á óskalistanum mínum um nokkurt skeið... ég vissi bara ekki að þær væru komnar í sölu! - en nú geta ALLIR verið hrikalega glaðir og annaðhvort sett þetta á óskalistann sinn eða fjárfest í hillunni :) 

Hillurnar eru eftir Þórunni Arnadóttir vöruhönnuð en hún hannaði grænu hilluna þegar hún var nemandi í Listaháskólanum. 

Tree shelfCloud shelf


Stilkar

Ása Tryggvadóttir, keramiker, hefur hannað ótrúlega fallega vasa úr postulíni sem að eru mótaðir eftir stilkum Ætihvannarinnar. 
Það er ekki hægt að segja annað en að vasarnir færa náttúruna heim í hús :) 

Ég keypti einn svona fallegan vasa í leirlistabúð á Ingólfsstræti en þeir voru þar uppstilltir í glugganum og ég heillaðist strax! - og planið er auðvitað að eiga sirka 3 saman því þeir eru fallegastir í hóp finnst mér :) 

Það er ekki leiðinlegt að setja blóm í svona fallega vasa! 

hægt er að skoða vörurnar hennar Ásu á facebook.Litapallettur

Ef einhver er að spá í litasamsetningu. Mála veggi, hanna, föndra eða fyrir handavinnu þá fann ég hrikalega sniðuga síðu til að skoða.
Konan sem er með síðuna Design Seed er algjörlega í þessu, að spá í litum. Þarna má finna óendanlega mikið af litapallettum sem hún hefur sett saman. Að auki hefur hún líka gefið út nokkrar bækur með litunum "sínum".

Búðafjör :)

Búðin Tiger laðar mig alltaf að sér þegar ég er nálægt henni.
Mér finnst alltaf jafn gaman að skoða allt það skemmtilega og litríka sem til er í Tiger og ekki spillir fyrir að þetta er allt svo ódýrt :) - reyndar veit ég að flest allar vörurnar þarna inni eru eftirlíkingar af dýrari og vandaðari vöru... en sumt má nú alveg fjárfesta í :) 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim vörum sem að ég hef heillast að í seinustu ferðum mínum inn í búðina :) 

Ég fjárfesti einmitt í stöfunum H og N í dag og hrikalega ánægð! loksins var hægt að fá fallega stafi á viðráðanlegu verði sem eru ekki of stórir og úr tré! :) 
Saumspor

Ég er voðalega hrifin af því að skoða útsaum þessa dagana. Það að sauma út þarf ekki að vera krosssaumssporin sem maður gerði í grunnskóla.
Það er ógrynni af hugmyndum þarna úti. Misfallegar enda mismunandi smekkur hjá fólki. Ég væri alvg til í að taka nokkur spor í vetur.
Að sauma eitthvað fallegt hefur verið bætt á hugmyndaríka handverkslistann minn fyrir veturinn. Sjáum svo til.Burd-Haus

Nú þegar farið er að dimma og kólna þá fer maður ósjálfrátt að undirbúa sig fyrir veturinn. 
Hluti af undirbúningnum mínum er að hugsa um litlu fuglana sem eru alltaf svangir í kuldanum... og ég er alltaf með augun opin fyrir einhverjum fallegum fuglahúsum eða einhverju sem fuglarnir geta notað til þess að fóðra sig í friði frá köttunum í hverfinu. 

Ekki er leiðinlegra að getað boðið fuglunum uppá nútímaleg og falleg hús líkt og þessi hér fyrir neðan eru!

Fuglahúsin eru öll eftir Nathan Daniels og eru kölluð Burd-Haus og fást hér!

Barnalegt á Etsy


Á einni af uppáhalds síðunum mínum, Etsy, fann ég þessa. Hún hannar og smíðar þetta heima hjá sér. Upphaflega byrjaði hún að föndra fyrir börnin sín, því hún vildi hafa herbergin þeirra skreytt með líflegum en eiturefnalausm hlutum.
Fyrir þá sem þekkja ekki Etsy mæli ég með því að kíkja á. Það er uppspretta margra sniðugra hugmynda. Margir fjársjóðir sem finnast þar. Netverslun þar sem þú kaupir beint af aðilanum sem býr til hlutina. Sjálf hef ég leyft mér að kaupa nokkra hluti þaðan og var ekki svikin.

Eins og sést á myndinni þá er þetta skemmtileg lausn fyrir málverk ungra listamanna. Skemmtilegar og litríkar fígúrur, spotti og þvottaklemmur.

Lítil hilla, sem hægt er að fá með mörgum fígúrum.

Snagi, sem sömuleiðis er hægt að fá í allskonar útfærslum.

Svo held ég að þessir vegglímmiðar gætu komið skemmtilega út með hinu að ofan.
Það er hægt að finna endalausar útfærslur af vegglímmiðum.

Fyrir um ári sló ég til og splæsti á mig þessum límmiðum. Þeir eru geggjaðir og koma svo vel út á ganginum hjá mér.

Annað af þeim hlutum sem ég hef keypt á Etsy er þessi snilldar púði. Sem ég gaf mannsefninu í afmælisgjöf. Það þarf ekki að spyrja en hann er tölvunörd.
(Fyrir þá sem ekki sjá það, þá er þetta gamaldags Nintendo fjarstýring)


Ég er hálf eftir mig að hafa verið að skoða verk Yulia Brodskaya. Hvernig í ósköpunum gerir manneskjan þetta? Ef það er eitthvað sem hrífur mig mest þá eru það marglitir, krúttlegir "flæðandi" hlutir. Sem mér þykir þetta vera.
Það er eins og hún hafi fæðst til að búa þetta til fyrir mig!

Einn daginn ætla að ég að taka mig til og búa til krakkalega klaufska útgáfu af blómi til að setja á vegginn hjá mér.
Knit stools


Úff!

Ég fæ alveg kitl í magann þegar ég sé þessa fallegu kolla! 

Kollarnir eru eftir Claire-Anne O'Brien og ég get ekki annað en sagt að þeir hitta beint í mark hjá mér! 

Ég er að elska þessi húsgögn!

Úr þremur áttum

Ég væri nú alveg til í að máta þennan/þetta (legubekkur/stóll/teppi/verk)

Holland
LOOP eftir Sophie De Vocht fyrir Casamania


Þetta er hjartaljós. Ekki eins og maður á von á.

Portúgal/Belgía/Ítalía
Cuore Sacro (Heilagt hjarta) eftir Tania da Cruz


Stelpu og stráka kommóður. Gott að kenna þeim þetta strax, mun auðveldara að finna hlutina ef þeir eru á réttum stað.

Bandaríkin
Training Dresser eftir Peter Bristol