Þessa dagana er ég alveg sokkin í að skoða falleg ljós og límmiða í barnaherbergi.
Litla daman mín hún Hekla Dís (1 árs) er komin með sér herbergi og er voðalega ánægð með það en sökum þess að foreldrar hennar eru mjög busy fólk þá er ekki búið að gera herbergið eins og það á að vera...og að sjálfsögðu lætur mamman sig dreyma!! <3
þessar vörur hér fyrir neðan eru allar úr bresku búðinni Petit Home en ég veit að eitthvað af þessum vörum eru seldar í Kisunni á Laugarvegi.
Planið er að kaupa annað hvort kanínulampann eða gæsina... og ekki væri verra ef að ég gæti fjárfest í þessu loftljósi líka :)
Vegglímmiðar sem þessir eru auðvitað komnir á óskalistann, sem og skýjapúðinn.
Krítartafla er auðvitað á listanum þar sem að stóra systirin er með eina slíka hjá sér!
Þessi hér fyrir neðan er ekkert ljót!
spurning um sjálflýsandi vegglímmiða fyrir lítil myrkfælin kríli...? (eða bara mig)