divider

divider

Það má nota ýmislegt í jólakrans!

Jafnvel gömlu og ljótu hnífapörin sem eru bara fyrir í skúffunni ;) 

En líklegast þarf þó að nota einhver góð verkfæri í föndrið :) 

Litríkar snúruflækjur

Góð lýsing gerir margt fyrir heimilið og getur myndað huggulega stemningu. Ekki skemmir fyrir ef rafmagnssnúrurnar væru aðeins meira fyrir augað, eins og þessar, sem Rie Elise Larsen hefur hannað.
Ég væri ekkert á móti því að upplifa litagleðina sem býr í þessu húsi. Skermarnir sem sjást hérna fyrir neðan eru líka eftir Rie Elise.

Til að skoða nánar er hægt að skella sér inn á síðu Hus og Hem.

Þar fást líka þessir æðislegu sparibaukar. Þeir hafa verið framleiddir af sömu verksmiðju í Finnlandi síðan ca. 1970.


Tjöld sem skera sig úr! :)

Þetta er ekki beint jólaleg færsla... frekar bara svolítið sumarleg. En ég gat ekki annað en kynnt þessi fáránlega flottu tjöld fyrir ykkur! 
Tjöldin skemmtilegu hér fyrir neðan eru öll framleidd undir merkinu FieldCandy... en það eru þau svo sannalega! - Tjöldin frá FieldCandy falla ekki inní tjald-hópinn á tjaldstæðum og eru ekki beint í felulitunum. Tjödlin eru öll þannig að allir taka vel eftir þeim, enda annaðhvort með mjög trylltum mynstrum eða myndum sem við erum ekki vön að sjá á tjöldum. :) 

Ég er nú þegar búin að velja svona fimm tjöld sem ég væri alveg til í að eignast :)


Þetta gæti verið frábær hugmynd að jólagjöf :) 
Ég ætti nú kannski að láta ykkur vita að tjöldin eru öll framleidd í takmörkuðu upplagi :) 









Svampurinn er kominn á facebook!

Ég ætti kannski að láta ykkur vita, fyrir ykkur sem ekku vissu, en eruð þó dyggir lesendur hér á blogginu... þá er Svampurinn kominn með facbook-like síðu.
Ég ákvað að gera like síðu fyrir bloggið svo að facebook gæti látið lesendur vita strax og það dettur inn blogg. Þá kemur tengill frá facebook beint á bloggið :) 
- Endilega gerið LIKE - 


Jólaskórnir í ár?

Jah... það er allavega í tísku að vera í skóm með göddum... og mér finnst þeir svaðalegir! 


Persónulegar jólakúlur!

Þetta finnst mér OFSALEGA falleg jólagjöf! - Persónuleg jólakúla! 

Þeir hjá Reiko Kaneko vinna í postulíni og gera þessar ótrúlega fallegu og skemmtilegu jólakúlur fyrir fólk ár hvert. Reyndar taka þeir pantanirnar í október... en það er ágætt að vita að því fyrir næsta ár... tíminn er hvort sem er svo fljótur að líða :) 
Þeir eru líka með ýmislegt annað skemmtilegt gert úr postulíni sem gaman er að skoða... Njótið vel!




Jólapakka-innpökkun :)

Mér finnst alltaf svo gaman að pakka inn gjöfunum fyrir jólin.. og það er orðin hefð að pakkarnir sem fara frá mér eru alltaf með eitthvað þema ár hvert :) 

Þetta finnst mér ótrúlega skemmtileg hugmynd :) - grípa í saumavélina og sníða til nokkra jólapakka úr pappír sem að jafnvel börnin eru búin að teikna á... og sauma svo pappírinn saman. 

En þá þarf líka að passa að sauma ekki í jólagjöfina sjálfa :) 

Hvernig ætlið þið að pakka inn gjöfunum í ár? 
Endilega látið í ykkur heyra...:) 


Taska taska


Ég kynni fyrir ykkur Bohemia, líflegar, handunnar leðurtöskur. Þær hafa verið framleiddar í Bretlandi frá 1960 og fást núna í 9 litum og nokkrum stærðum. Virkilega fallegar og eiga að endast út ævinna...hugsanlega ekki fyrir töskuböðla.


Showpony textíll

Emma Henderson er skoskur vöruhönnuður. Hún fæst aðallega við textíl þessa dagana og hannar undir vörumerkinu Showpony.
Það sem hún hefur gert þykir mér skemmtilega skrítið (quirky) og uppfullt af húmor. Svo gengur hún líka út frá því að hafa þetta sem náttúruvænast.

Viskustykki, nafn með rentu.

Púðar fyrir dýravini, bakhliðin gefur þeim ennþá meiri karakter.

Þessir veskja-pokar eru bara æði. Gaman að versla í matinn með nokkra svona og spara plastið.

Hálsklúta-pokinn er ekki verri.

Litlar buddur, sem fara vel með budduna, sniðugt í jólapakkann til mín.
Hægt er að kaupa þetta bæði af síðunni hennar og á Etsy.

Fyrsta könglakrans tilraunin


Ég tók mig til fyrir nokkrum vikum og týndi heil ósköp af könglum. Ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum þegar ég kom heim og áttaði mig á því þeir voru allir lokaðir. En ég var staðráðin í að nota þá engu að síður og dreifði úr þeim til að þurrka þá.
Tveimur dögum síðar voru þeir orðnir þurrir og búnir að venjast hlýjunni og litu út eins og könglar út úr búð. (það er t.d. hægt að kaupa köngla í Garðheimum)
Mig langaði að búa til krans, haust-, vetrar-, aðventukrans. Ég hefði eflaust getað tekið fleiri myndir í gerð kransins en ég fattaði það ekki fyrr en of seint. Hérna er ég að vefja afgangs garni utan um krans sem ég keypti í IKEA. Það tók langan tíma, en ég fór 2 umferðir til að gera þetta aðeins þykkara.
Svo kláraði ég að líma könglana á með límbyssu. Ég var byrjuð að líma þegar ég ákvað að vefja hann.
Svo kom ég honum fyrir upp á skáp í stofunni.
Ég er líka svona hrikalega sátt með útkomuna. Fyrsti kransinn tilbúinn. Með hugmyndir fyrir tvo aðra sem ég á eftir að koma í framkvæmd.

Þetta er meðal annars efniviðurinn í næstu hugmynd. Mun deila útkomunni seinna í vikunni.

The Endless Table.

The endless table er hannað af Wenchuman og er ótrúlega fyndið og skemmtilegt borð sem endalaust er hægt að minka og stækka. Borðið er sett saman með einingum sem hægt er að púsla saman og hver eining hefur einn fót.  Það getur verið pínupons og svo getur það vaxið að vild. Það er hægt að hafa borðið bæði einlitt eða marglitað og hægt að leika sér endalaust með það :) 

Endalausir möguleikar :) 




Alvöru Babúska :)

Tekið fyrir Nevertheless Magazine af ljósmyndaranum Atelier Olschinsky

ótrúlega falleg mynd! 

Hjartans List

Hjartans List er fjölskyldufyrirtæki sem að hjónin Bragi Baldursson og Guðrún Lísa Erlendsdóttir hafa rekið seinustu 3 áratugi. En fyrirtækið var með bás á Hanverk&Hönnun, sýningunni sem er á hverju ári í Ráðhúsi Rvk.
Í fyrra ætlaði ég að kaupa jólaskraut hjá þeim á sýningunni en þá var það sem mig langaði mest í uppselt! Auðvitað gat ég ekki annað en keypt mér fallegt jólaskraut hjá þeim á sýningunni í ár...enda alveg einstakt jólaskraut skorið út í krossvið og sprautulakkað. Ofsalega fallegt! 
Þau eru líka með vörurnar sínar til sýnis og sölu á jólamarkaðnum sem haldin er í Hafnafirði á hverju ári. 






Dýra/r skálar

Þessar skálar eru æði. Hugmyndin er hreint út sagt frábær og litirnir eru svo fallegir.

Til þess að uppgötva afhverju skálin er svona undarleg í laginu þarf maður að hella vökva í hana. Örugglega ansi skemmtilegt að borða morgunkornið eða jógúrtina úr þessu.
Geraldine De Beco hannaði þær fyrir Bernardaud, þar sem þú getur keypt þær. En hinkraðu við. Verð á einni skál er mikið. Það að borga 4000 kr. fyrir eina skál undir morgunmatinn er mikið nema hvað, svona skál kostar rúmar 22.000 kr. miðað við gengið í dag. (þú mátt loka munninum núna)

Ef þú ert ekki á leiðinni til Frakklands í bráð, þá geturðu auðvitað látið senda þér. En þá bætist við sendingarkostnaður, vsk og tollur.


Dúfa, köttur og refur
Maður getur að minnsta kosti dáðst af þeim (ég ætla ekki einu sinni að láta mig dreyma).

Huggulegir skúlptúrar

Fann nokkra fallega hluti sem Valerie Boy hefur gert. Hún hefur mikið verið að vinna skúlptúra og innsetningar byggða út frá ljósi. Þetta er svolítið minn stíll.


Loftljós
Skenkur, sem er nú nær því að vera skúlptúr
Veggljós, sem mér þykir ákaflega fallegt
Nærmynd af veggljósinu
Púði með ljósi inn í. Verð að játa að ég skil ekki alveg hvernig það virkar.
Verk sem hún hannaði fyrir móttöku á hóteli