divider

divider

Púslað á vegginn

Þetta er æðislega góð hugmynd á litla sem stóra veggi. Ótrúlegt en satt þá kostar þetta ekki formúgu og það er hægt að útfæra þetta á svo marga vegu.
Heil ljósmynd, margar litlar myndir, pixlað listaverk eða mynstrað skilrúm.
Hérna er bakgrunnurinn sem maður setur fyrst upp og púslar myndinni svo á vegginn.




Þessi er í uppáhaldi hjá mér, Flower, 30.000 kr + vsk. Vantar þá bara vegginn...ég skal finna út úr því.
Og já, ef þið eruð orðin eins æst og ég þá fæst þetta í Hollandi, nánar tiltekið hjá hönnunarfyrirtæki sem kallar sig ixxi.
Svo kemur þetta í svona lítilli sætri pakkingu.

Pappírs listaverk

Fyrir tilviljun rakst ég á sýningu á listasafninu Jaggedart í London, þar er Francisca Pietro með sýningu á verkum sýnum úr seríunni Between the folds til 5. nóvember.

Mér þykir eitthvað svo heillandi við þetta. Hún notar gömul landakort, blaðsíður úr bókum, bæklinga og nótnablöð til að búa til mjög svo einstök verk.
Þetta höfðar án efa ekki til allra en mig langaði samt að deila því með ykkur.








Grænt Graffiti :)


Eins mikið og graffiti getur verið ljótt, leiðinlegt, umhverfis-spillandi og ég veit ekki hvað og hvað, þá getur það líka verið hin stakasta snilld :) Oftast eru það nú bara blessaðir unglingarnir sem ganga um með spreybrúsa í skólatöskunni sem eru að skemma fyrir hinum sem kunna til verka. En gott dæmi um skemmtilegt graffiti er t.d. veggurinn við malarnámuna í Kollafirðinum á leið út úr Rvk. 

En hér er komin ný tegund af veggja-graffi... Mosa-Graffiti!
Og það sem er svo skemmtilegt við þetta er að það er umhverfisvænt og skreytir líka svo fallega :) Það má "rækta" það hvar sem er! Hvort sem það er veggurinn á þínu eigin húsi, vinnunni, grindverkinu eða í skólanum :) 
Svo geta líka allir gert þetta!

Það sem þarf er: 

1 dós af ódýrum bjór (eða 1 1/2 bolli af súrmjólk)
Handfylli af mosa (fínt ef maður á mosavaxinn garð)
1 tsk sykur.

Allt þetta er sett saman í blenderinn og "sprullað" saman. 
Þá er bara að mála þessu gumsi á vegginn. Spreyið vatni 1x á dag yfir mosann til þess að hjálpa honum að festast vel á vegginn og lifa góðu lífi :) 

Ef þið ætlið að fara með verkefnið ykkar á göturnar, þá verðið þið bara að muna eftir að fá leyfi áður en þið hefjist handa við að mála! :)

Ég ætla að prufa þetta strax í vor! :) 

Umhverfisvænn póstkassi.

Þessi skemmtilegi póstkassi er eftir Marcial Ahsayane.

Póstkassinn er í raun ekki bara póstkassi heldur hefur hann einnig það hlutverk að halda litla blóminu, sem sérst þarna til hliðar við hann, á lífi. En ofan á póstkassanum er renna sem safnar saman rigningavatni og vökvar blómið :) 

Svo er póstkassinn líka ótrúlega fallegur! ;) 




Nammm.....

Ég bara einfaldlega verð að deila þessari bloggsíðu með ykkur !

Hún Eva Laufey heldur úti bloggi þar sem að hún lýsir yfir ást sinni á mat og matargerð með því að deila með okkur góðum uppskriftum og svo tekur hún líka þessar fínu og girnilegu myndir af réttunum sínum. 

Held að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi á blogginu hennar, og nánast fyrir öll tækifæri! :) 

Ég verð allavega fastagestur á blogginu hennar :) 




Sveppatíð :)

Ég fór í smá búðarráp í dag og kom "óvart" heim með nokkra sveppi í farteskinu. 
Það var svo gaman að fara á milli búða og sjá hvernig það er allt í sveppum allstaðar! :) 
En á myndinni hér fyrir neðan má sjá flest-alla sveppina sem við dóttir mín rákumst á í dag hér og þar. 



2. Mushroom pouf kollur, fæst í Aurum á Laugarvegi
3. Sveppa-ljós sem fæst í Tiger
4. Pínulitlir keramik-sveppir sem fást í Söstrene Grene
5. (sé að þarna hafa orðið mistök í tölugjöf...þarna eru tvær myndir merktar 5... en hér á við hangandi sveppi) Jólaskraut frá Ikea
5-2. Þarna má finna Salt- og pipar stauka, Merkimiða-klemmu og kertastjaka frá Tiger
6. Kertastjakar frá Tiger. 7. Sveppa-snúra til að hengja kort á, frá Tiger. 8. Sparibaukur frá Tiger.  


Hér fyrir ofan má sjá hinn raunverulega svepp sem að á íslensku kallast Berserkur og er baneitraður! 

Góða helgi gott fólk! 

Pin Y Pon

Pin Y Pon var dót sem ég lék mér mikið að þegar ég var lítil. 
Ég átti aldrei svona sjálf en vinkonur mínar áttu svona og það var mjööög vinsælt að vera heima hjá þeim að leika. 
Ég sá auglýsingu á Cartoon Network í dag þar sem verið er að auglýsa þetta dót og það vakti með mér smá forvitni. Ég hófst handa við að googla og sá að Pin og Ponið var eiginlega bara miklu flottara hér í denn. 

langar pínu að kaupa svona gamalt Pin y Pon. 
er einhver sem á og vill selja?

þetta eru ótrúlega falleg leikföng :) 






Þetta hér á myndinni fyrir neðan átti besta vinkona mín þegar við vorum litlar... og ég fæ alveg kitl í magannvið að skoða myndina, það var svo spennandi að leika með þetta :)

"Collage" fýlu færslan

Þessi færsla átti að fara í loftið fyrir nokkrum dögum. En tæknin var ekki að vinna með mér þannig að ég fór í fýlu..
Þó svo að mér hafi ekki tekist ætlunarverk mitt (að fá myndina stærri) þá er þetta samt hér.

Hvet ykkur endilega til að smella á linkana til að sjá hlutina betur. Hugsanlega fyrsta og síðasta klippimyndafærslan frá mér. Látið ekki fýlu frá mér smita ykkur, lesið lengra.

  1. Æðisleg hilla sem ég er svo skotin í. (það er alveg hægt að vera skotin í hillum skal ég segja ykkur). Edith Walnut kallast hún, hönnuð af Kay + Stemmer. Virkilega gaman að sjá nýjan hlut í gömlum stíl. Fæst hjá SCP.
  2. Þó svo að ég sé agalega sátt með IKEA hnífapörin mín og ekkert á leiðinni að fá mér önnur þá þykja mér þessi mjög sjarmerandi. iD kallast þau, hönnuð af Bow-Wow. Hugmyndin er, eins og sést ekki vel á myndinni minni, að sköftin líkjast greinum, eitthvað sem forfeður okkar hafa notað sem ýmiskonar verkfæri.
  3. Hver hefur ekki drukkið úr svona glasi? Rétt upp hönd (enginn). Þessi glös fást núna aftur á Íslandi! Snúðar og Snældur eru farin að selja þau í 2 stærðum og 2 litum. Húrra fyrir því!
  4. Þetta er skrautlegur rammi og sökum þess þá hentar hann e.t.v. ekki hvaða mynd sem er. Hönnuðurinn Harry Allen nefnir hann 'My Brother's Frame' því hann fann aldraðan ramma inn í geymslu hjá bróður sínum sem hann svo steypti mót af. Gæti verið smá lykt af hönnunarstuld af þessu en ég er enginn dómari, listaverka rammi sem hann fann.
  5. Þessi líflegi sófi nefnist Kelly, hannaður af Nick Garnham/Rod Carlson. Þeir hanna húsgögn fyrir ástralska fyrirtækið Jardan. Það er eitthvað sem heillar mig við þessa mublu, hvort það er efnisvalið eða mjúkar línur..ég verð að spá betur í því.


Mr. Button

Þessar tölur eru alveg ótrúlega fyndnar!  
En það er hönnuðurinn John Caswell sem að á heiðurinn af þessum skemmtilegu tölum...ásamt fullt af öðrum mjög skemmtilegum vörum sem hann hefur komið frá sér :) 

Það er hægt að kaupa tölurnar hans og skoða fullt af öðrum skemmtilegum vörum á síðunni hans!



Nammi namm

Ég elska súkkulaði.

Þetta plakat sýnir hvað er í hinum ýmsu amerísku súkkulaðistykkjum. Á útlensku er það kallað Candy Bar, en ég kalla það súkkulaði, því ég borða ekki nammi. Það er hægt að klikka á stóru myndina til að stækka hana.

Þeir sem tóku þetta saman kalla sig Pop Chart Lab og eru staðsettir í Brooklyn, NY. Þeir hafa tekið margskonar annað saman, sumt er meira að segja hægt að fá á boli. Hér eru sýnishorn (ég er annars farin að fá mér gómsæta bita)



Luna & Curious

Ég verð að deila með ykkur þessari fyndnu og skemmtilegu búð! 


Það er til allskonar fyndið og skemmtilegt í þessari búð, m.a. ýmisleg outfit fyrir börnin, eins og sést hér fyrir neðan, fullt af flottum og fyndnum sokkabuxum og fötum á konur, fallegir munir til þess að skreyta heimilið og margt fleira! :) 

Nauðsynlegt að skoða! :)






Galito Veitingahús ;)

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Galito veitingahúsi sem við maðurinn minn rekum.
Það eru rétt tæpar 2 vikur síðan við opnuðum í nýju húsnæði en ég kom þar sjálf að hönnunarvinnunni ;) 
Myndirnar sýna ekki alveg allt en gefa samt til kynna hvernig stemmning er þarna hjá okkur :) 





Fífill fegri

Við skötuhjúin opnuðum nýjan veitingastað fyrir rúmri viku síðan. 
Það hefur s.s. verið brjálað að gera hjá mér, og okkur hjúum síðastliðnar vikur og framkvæmdirnar á fullu. En núna loksins er búið að opna og allt svona nokkurnveginn klárt. 
Fyrir áhugasama þá heitir veitingastaðurinn Galito og er staðsettur á Akranesi. En Galito hefur verið til í um 7 ár, en flutti sig bara um set fyrir rúmri viku síðan. 

Hér fyrir neðan má sjá spegla sem ég hannaði á einn vegginn í móttökunni á Galito, en ég vil kalla þá "Fífill fegri", enda eru þeir skornir út eftir útlínum fífilsins sem við þekkjum öll :) 

Planið er að laga þá aðeins til og koma jafnvel á markað nokkrum saman í pakka sem spegla-veggskraut :)
 Þ.e. ef að eftirspurnin verður einhver eftir þessu...?