Lampinn "Trash Me Desk Lamp" eftir Victor Vetterlein finnst mér vera svolítið skemmtilegur :)
Lampinn er endurunnin úr eggjabökkum. En í hvern lampa fara 4 eggjabakkar. Eggjabakkarnir eru bleittir upp með vatni og "hakkaðir" niður, svo er blaða "deginu" raðað á mót.
Hver hlið á lampanum tekur nokkra daga að þorna og eru hliðarnar svo festar saman með álskrúfum.
Ég er svolítið skotin í því hvernig hægt er að nota pappírinn líkt og leir... og á pottþétt eftir að prófa það... enda fullt af hugmyndum þegar komnar upp í kollinn á mér :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli