Þessir skemmtilegu kofar koma frá Play-Modern og eru alveg ótrúlega góð hugmynd.
Reyndar, þá minna kofarnir mjög á kofana sem íslensku hjónin og hönnuðurnir í Hugdettu hönnuðu hér um árið og ég er nokkuð viss um að kofarnir séu settir saman á sama hátt.
En það sem er svo sniðugt við þessa barnakofa er að þeir eru fáránlega auðveldir í samsetningu og það er líka auðvelt að taka þá saman :) Hægt er að kaupa 1fm eða 2fm og búa til tvö hús, eða eitt... eða jafnvel tveggja hæða :) svo má skreyta að vild, og hver getur málað eftir sínum smekk :)
Ég væri svo til í að eiga svona... þetta er svo ævintýralegt! og mér finnst þetta alveg tilvalið til að eiga í sumarbústaðnum! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli