divider

divider

Föndurstund

Ég hef verið að föndra. Ég á alls ekki heiðurinn af hugmyndinni, heldur fann ég þetta á blogginu Ruffled. Ég ákvað nú samt að búa til nýjar leiðbeiningar, á íslensku.
Þetta eru líklega ekki verðlauna ljósmyndir en duga engu að síður.
Ég myndi ekki mæla með þessu sem föndurstund fyrir yngstu börnin, þar sem það getur verið stíft að klippa í pappírinn.

Ég notaði venjulegan 80 gr. pappír. Þessi sýnikennsla hérna fyrir neðan er gerð úr 3, A4 blöðum.
Ég mæli frekar með því að fólk byrji á að brjóta þversum á blaðið en ekki langsum eins og ég gerði. Ég var að prófa að gera á hinn veginn þegar ég tók myndirnar.
  • Maður byrjar á því að brjóta upp á blaðið eins og 1. myndin sýnir og heldur svo áfram þar til útkoman verður eins og á 2. myndinni. Engar áhyggjur ef síðasta uppábrettan verður minni en hinar, það er í raun betra.
  • Þar næst brýtur maður renninginn saman eins og á 3. mynd. Mér finnst best að láta síðustu uppábrettuna verða innan í, þá eru brúnirnar sem kyssast, svo til jafn breiðar.
  • Svo gatar/klippir maður. Í þetta skipti notaði ég stjörnu gatara sem ég átti og klippti mörg göt. Það er hægt að útfæra þetta á svo marga vegu með skærum eða öðrum göturum. Kemur líka mjög vel út að klippa endana til.
  • Næst tekur maður upp límið og límir opið saman.
  • Svo endurtekur maður öll skrefin tvisvar í viðbót og límir svo bitana 3 saman, einn í einu. Þá ertu kominn með heilan hring. Sem þú getur svo hengt upp.
Ég gerði tvær lita útgáfur, í tvo mismunandi glugga. Ég held að ég sé ekki búin ennþá, langar enn að bæta við.
Til að gera minni hringina þá klippti ég einfaldlega jafn mikið af þremur blöðum.
Þetta er það sem höfundur bloggsins, Ruffled gerði. Kemur hrikalega vel út á öðruvísi pappír, þess vegna nótnablöð. Ég komst hinsvegar ekki í neitt svoleiðis þegar fönduræðið kom yfir mig.
Hérna er þetta notað sem bakgrunnur fyrir myndatökur í brúðkaupi. Kemur rosalega fallega út.
Ég myndi borga einhverjum fyrir að gera þetta fyrir mig, því svona mikið tekur langan tíma að gera!

2 ummæli:

  1. kristrún: Kemur rosa vel út!:)

    SvaraEyða
  2. Þetta er æði...jólaruslpósturinn fer klárlega í þetta hjá mér! ;)

    SvaraEyða