divider

divider

Jólagjafa-innpökkun :)

Nú get ég mér þess til að flestar konur séu að byrjaðar að pakka inn gjöfunum fyrir jólin :) - ég byrjaði ekki fyrr en í gær og er komin með 3 sæta pakka :) Í ár ætla ég mér bara að pakka inn nokkrum á dag, því að ef ég geri alla í einu, þá verða þeir fyrstu voða fallegir en þeir síðustu frekar ljótir... enda 22 pakkar sem þarf að pakka inn á þessu heimili ;) 

Mér finnst svolítið inn núna að vera með frekar einfaldann pappír. Brúnn málningapappír kemur sterkur inn í ár. Og garnið sem allir eiga nóg af er vinsælt í ár í staðinn fyrir borða. Einfalt en fallegt :) 

Hér fyrir neðan er smá kennsla hvernig maður gerir sínar eigin slaufur. Úr einhverju fallegu einlitu efni, eða jafnvel fallegu skrautlegu efni sem rokkar upp pakkann :) 





Engin ummæli:

Skrifa ummæli