Ég er alltaf búin að ákveða frekar snemma hvernig ég ætla að hafa jólakortin á hverju ári... nema þetta árið! Ég er jólakorta-hugmyndasnauð þessa dagana og enda örugglega með því að kaupa tilbúin kort þetta árið...
....djók
...ég meika það ekki, fyrst það að það er orðin hefð hjá mér að gera eitthvað rugl á hverju ári, þá get ég ekki breytt útaf vananaum...en mig vantar hugmyndir!
úff...
En meðan ég er að hugsa þetta allt saman þá er ég búin að finna út hvað hægt er að gera við kortin sem við fáum frá vinum og vandamönnum eftir að búið er að opna þau :)
Það má t.d. setja þau í svona fínann ramma....eða festa þau á greinar í vasa :)
eða festa þau með klemmu á band á góðum vegg :)
Það er allavega skemmtilegra að skreyta með þeim heldur en að setja þau í skál á borðið...er það ekki?
Mér finnst gaman að setja á litlar þvottaklemmur á band. Það er bara svo erfitt að finna svoleiðis. Hildur
SvaraEyða