Hér má sjá jólatré sem notuð eru sem skraut, sem auðvelt er að gera sjálfur :)
Mynd 1. Spítu jólatré, það sem þarf eru gamlar spítur, naglar og góð handsög :)
Mynd 2. Dagblaðs-jólatré. Það sem þarf eru gömul dagblöð, kork-keila (eða keila sem hægt er að nálgast hjá saumastofum eins og t.d. sokkaverksmiðjunni Trico o.fl. stöðum), límbyssa, tréstöng og blómapottur.
Mynd 3. Saumað-jólatré. Það sem þarf er grænn efnisbútur, kork keila í 3 stærðum jafnvel, saumavél, tréstöng, blómapottur eða eitthvað sem hægt er að láta tréstöngina standa í :)
Svo er um að gera að breyta þessu smá og fara sínar eigin leiðir :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli