divider

divider

Krítartöflur

Ég var að taka barnaherbergið í gegn fyrir litlu prinsessuna á heimilinu og prófaði að kaupa þessa sniðugu krítartöflu málningu. Ég gerði fyrir hana kastala á vegginn í herberginu hennar þar sem hún hefur síðan verið að kríta alla daga. Málningin er þunn og þarf að fara 3-4 umferðir með hana, en engu að síður er ekkert mál að nota hana.
Ég byrjaði á því að nota málningarteip til þess að gera útlínur kastalans á vegginn og málaði svo innan þess.
Krítartöflumálningin er frekar dýr... en maður notar líka voða lítið af dollunni í eitt stykki kastala... og planið er að nýta hana á fleiri stöðum. Málningin fæst í Byko og hjá Slippfélaginu um allt land.

Kastalinn sló alveg í gegn hjá stelpunni :)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli