divider

divider

Blámi

Hönnun og Handverk, sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur, var rétt í þessu að klárast. En sýningin var í gangi alla helgina og þar var margt undursamlega skemmtilegt að sjá... og auðvitað var hægt að kaupa ALLAR jólagjafirnar þar á einu bretti :) 
Ég fór og kom út með sitt lítið af hverju... en á fyrsta básnum sem ég stoppaði við keypti ég mér gjafapappír.
Systurnar Hanna Margrét og Unnur Dóra hanna saman þennan skemmtilega gjafapappír sem er eftirprent af gömlum landakortum af Íslandi :) Hægt er að kaupa tvenns konar kort en annað kortið  sýnir hvernig landið liggur í Stafholtstungum en ég er ekki alveg viss hvað hitt kortið sýnir. 
Gjafapappírinn kom á markað fyrir jólin í fyrra  og ég get ekki annað sagt en að gjafirnar verði svo miklu fallegri þegar þær eru innpakkaðar inn í kort af okkar ástkæru fósturfold :) 

Pappírinn er framleiddur af sprotafyrirtæki þeirra systra sem kallast Blámi.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli