divider

divider

Kransar fyrir þá sem föndra

Þó að það sé byrjun nóvember, þá langaði mig samt að deila þessu með ykkur. Mjög notalegt að dunda sér að föndra í nóvember skammdeginu. Ég er að springa úr spenningi að hefjast handa. Ég hugsa þó að ég endi á að gera svona 3-4, því ég get ómögulega gert upp hug minn. Þeir þurfa nefnilega ekki endilega að vera á útidyrahurðinni.

Kíkið á kransinn sem Guðrún gerði í fyrra hérna eða látið þetta veita ykkur meiri innblástur. Hérna er svo krans gerður úr kaffifílterum, með leiðbeiningum.

Rosalega skemmtilegur og líflegur þessi
Ef ykkur langar að prófa að gera svona kúlu-klasa-krans þá lítur það út fyrir að vera mjög einfalt, kíkið á leiðbeiningarnar.

Klassískur krans úr könglum

Krans fyrir jólakortin, hérna eru leiðbeiningar.

Þessi er úr brjóstsykri. Það væri gaman að sjá einn úr íslenskum karamellu kúlum.

Lítill krans úr bjöllum

Þessi þykir mér flottur, passar vel við hurðina, ég myndi þó vilja hafa hann í jólalegri lit.

Leiðbeiningar fyrir þennan köngla-blaðsíðna-krans hérna.

Þessi er hrikalega skemmtilegur. Gaman að gera hann í desember með börnunum. Leiðbeiningar frá Mörthu Stewart hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli