divider

divider

Dýra/r skálar

Þessar skálar eru æði. Hugmyndin er hreint út sagt frábær og litirnir eru svo fallegir.

Til þess að uppgötva afhverju skálin er svona undarleg í laginu þarf maður að hella vökva í hana. Örugglega ansi skemmtilegt að borða morgunkornið eða jógúrtina úr þessu.
Geraldine De Beco hannaði þær fyrir Bernardaud, þar sem þú getur keypt þær. En hinkraðu við. Verð á einni skál er mikið. Það að borga 4000 kr. fyrir eina skál undir morgunmatinn er mikið nema hvað, svona skál kostar rúmar 22.000 kr. miðað við gengið í dag. (þú mátt loka munninum núna)

Ef þú ert ekki á leiðinni til Frakklands í bráð, þá geturðu auðvitað látið senda þér. En þá bætist við sendingarkostnaður, vsk og tollur.


Dúfa, köttur og refur
Maður getur að minnsta kosti dáðst af þeim (ég ætla ekki einu sinni að láta mig dreyma).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli