divider

divider
Sýnir færslur með efnisorðinu Dýr. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Dýr. Sýna allar færslur
okt082014

Shorebirds eftir Sigurjón Pálsson




Nýlega setti fyritækið Norman Copenhagen í framleiðslu hjá sér nýja vörulínu af fuglum eftir íslenska hönnuðinn Sigurjón Pálsson. Línan nefnist Shorebirds eða strandfuglar á góðri íslensku. 
Línan telur þrjár tegundir af fuglum eða Spóann, Stelkinn og Sendlinginn og hafa þessir fallegu fuglar fengið gott pláss í hillum hönnunarbúða hér á landi. 
Ég var svo sniðug að nýta mér miðnæturopnun sem var nú í byrjun október hér á Akranesi til þess að kaupa mér fugl á afslætti. Fuglarnir eru nýlega lentir í hönnunar- og gjafavöruversluninni @home hér í bæ og ég get sagt ykkur það að þeir eru hver öðrum fallegri og því mjög erfitt að velja ;) 
Að lokum ákvað ég að taka Spóann með bleikum fótum en síðar eignast ég vonandi einn Stelk og einn Sendling :) 






maí162014

Fuglahús í garðinn


Mig hefur alltaf langað til að hafa falleg fuglahús í garðinum mínum. Nú er þessi árstími að koma þar sem allir eru glaðir og nýta tímann sinn meira úti. Og þegar maður er mikið í garðinum er auðvitað ekkert leiðinlegt að vera með fallegan garð ;) Og eitt stykki fuglahús veitir alltaf einhverja skemmtilega stemmningu :) 
Hér fyrir neðan (og ofan) má sjá nokkur falleg, sniðug og jafnvel líka ópraktísk fuglahús sem fegrað geta hvaða garð sem er :) 












jún172013

Þjóðhátíðardagur Íslands


Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru íslendingar. 
Ég eyddi deginum hér á Akranesi með dætrum mínum. Farið var eftir venjubundinni uppskrift af þjóðhátíðardegi. Keypt blaðra, sleikjó, horft á skemmtiatriði og ræðuhöld og almenn gleði hjá börnum. 
Veðrið hefði samt mátt verða betra. Það er hálfgert haustveður þessa dagana. 

En í tilefni dagsins deili ég bara með ykkur lífinu á instagram. En þið getið fylgst með mér á instagram hér.  
Myndirnar eru teknar á pallinum heima hjá mér og í ferðalögum sem farin hafa verið á þessu kuldalegu sumri. 






ágú102012

Hundalíf

Við Íslendingar erum mikil hundaþjóð. Nánast annaðhvert heimili hefur hund. En við erum þó samt ansi aftarlega á beljunni miðað við aðrar evrópuþjóðir hvað varðar að taka tillit og gera ráðfyrir hundunum okkar í daglegu umhverfi. 
IKEA í Köln í Þýskalandi leyfir ekki hunda inni í búiðinni en til að koma til móts við hundaeigendur  hafa þau komið upp Dog-Parking fyrir utan búð sína. Nokkur "stæði" fyrir utan búðina þar sem hægt er að binda hunda, þannig að þeir komast ekki í tæri við hvorn annan (enginn slagur). Hvert hunda-stæði er upphækkað og teppalagt svo að voffarnir geti lagst á mjúkt og svo má finna þar vatnsskál (hugsað fyrir öllu).
Þeir sem eru með smáhunda (eða ketti) geta svo sett þá inn í lítil hús/búr þar sem líka má finna litla vatnsskál í. 
Mér finnst þetta algjör snilld og þar sem við Svampskellingar erum báðar hundaeigendur þá vonumst við til að Ísland fari aðeins að reikna oftar með hundunum okkar.

Á neðstu myndinni fáið þið að sjá mynd af henni Míu minni þegar hún var sætur lítill hvolpur :) Nokkrum númerum of krúttleg!






nóv102011

Dýra/r skálar

Þessar skálar eru æði. Hugmyndin er hreint út sagt frábær og litirnir eru svo fallegir.

Til þess að uppgötva afhverju skálin er svona undarleg í laginu þarf maður að hella vökva í hana. Örugglega ansi skemmtilegt að borða morgunkornið eða jógúrtina úr þessu.
Geraldine De Beco hannaði þær fyrir Bernardaud, þar sem þú getur keypt þær. En hinkraðu við. Verð á einni skál er mikið. Það að borga 4000 kr. fyrir eina skál undir morgunmatinn er mikið nema hvað, svona skál kostar rúmar 22.000 kr. miðað við gengið í dag. (þú mátt loka munninum núna)

Ef þú ert ekki á leiðinni til Frakklands í bráð, þá geturðu auðvitað látið senda þér. En þá bætist við sendingarkostnaður, vsk og tollur.


Dúfa, köttur og refur
Maður getur að minnsta kosti dáðst af þeim (ég ætla ekki einu sinni að láta mig dreyma).

sep222011
Mér þykja myndir Amber Alexander æðislegar. Þær eru yfirmáta vel gerðar og svo krúttlegar. Það er hægt að sjá meira af myndunum hennar á Etsy síðunni hennar hér.

Ég væri svo til í að eiga svuntu íkornann hver veit nema það gerist einhverntíman, $20 er ekki mikið. Þó svo að það sé bara eftirprentun þá er það samt æði.



sep052011

Fuglahús

Þessi skemmtilegu fuglahús voru hönnuð af arkitektastofu einni í London, en húsin eru staðsett í görðum hér og þar um borgina. 
Arkitektarnir sem unnu að verkefninu tóku mið af húsunum og blokkunum í kringum hvern einasta garð til þess að hanna útlit fuglahúsanna, en enginn garður hefur eins hús. 

Falleg hús og falleg hugmynd sem fegrar umhverfið :) 






ágú152011

Burd-Haus

Nú þegar farið er að dimma og kólna þá fer maður ósjálfrátt að undirbúa sig fyrir veturinn. 
Hluti af undirbúningnum mínum er að hugsa um litlu fuglana sem eru alltaf svangir í kuldanum... og ég er alltaf með augun opin fyrir einhverjum fallegum fuglahúsum eða einhverju sem fuglarnir geta notað til þess að fóðra sig í friði frá köttunum í hverfinu. 

Ekki er leiðinlegra að getað boðið fuglunum uppá nútímaleg og falleg hús líkt og þessi hér fyrir neðan eru!

Fuglahúsin eru öll eftir Nathan Daniels og eru kölluð Burd-Haus og fást hér!









nóv302010

Krútt

Kveðjum Nóvember með þessum krúttlegasta uglu-unga sem ég hef séð...með prjónaða húfu :) 



Ó Desember... komdu velkominn!
okt162010
ágú132010

Fuglaskjólið fyrir veturinn :)


Mig langar svo að fá mér eitthvað fallegt fuglahús í tréin mín úti í garði... og ég held að þessi hér fyrir neðan séu komin á lista yfir það sem mig langar í :)

Verst að það séu ekki leðurblökur á íslandi.... frekar fyndin hugmynd :)


ágú052010

Fuglafóðrari


Nú fer að hausta og þá fara fuglarnir að bíða eftir því að við gefum þeim að borða...
Þá er þessi fallega fuglafóðurskúla ótrúlega flott lausn :)
Hún er hengd á gluggana og þá geta litlu krúttlegu fuglarnir fóðrað sig og við og börnin okkar fylgst með þeim inni í hlýjunni :)

Hægt er að kaupa þessa fuglafóðurs-kúlu hér
apr292010

Skemmtilegt fuglabúr/fiskabúr :)

Þetta nýstárlega búr var til sýnis á einni af fjölmörgum sýningum sem fram fóru á hönnunarsýningunni Salone di Milano nú í Apríl :)