divider

divider

Litla Hönnunar Búðin í Hafnarfirði.


Ég gerði mér ferð í Hafnarfjörðinn síðastliðinn þriðjudag og kíkti þar á Strandgötuna. Þar er að finna mikið af skemmtilegum búðum sem gaman er að kíkja í en ein af þessum skemmtilegu búðum er Litla Hönnunar Búðin.  Það er ekki hægt að segja annað en að ég heillaðist strax af þessari búð bara með því að skoða í gluggann. Þegar inn var komið var ég aldeilis ekki svikin en þar var heill hellingur af fallegum hlutum sem gaman var að skoða og láta sig dreyma um. Þar má finna allskonar skemmtilega hönnunarvöru í sambland við listmuni og fallega grafík. Verk eftir búðareiganda og fleiri íslenska listamenn og erlenda hönnuði. Ég fékk að smella af nokkrum myndum til þess að sýna ykkur og ég stóðst ekki mátið og fjárfesti í fallegum pappírs-nashyrning sem ég ætla að setja saman og hengja upp í stofunni minni. 
Ég get ekki annað en sagt að það er alveg þess virði að fá sér rúnt í Hafnarfjörðinn, kíkja í kaffi á Súfistann og taka rölt eftir Strandgötunni, skoða í búðirnar skemmtilegu, láta sig dreyma og jafnvel fjárfesta í einhverju fallegu :) Dásamleg uppskrift af góðum degi :) 1 ummæli:

  1. Hi ,, i love you blog , you have a new follower forma Chile
    Angelica

    SvaraEyða