Þá er brúðkaupið búið... reyndar komnar alveg tvær vikur síðan...en bleika skýið svífur enn ;)
En það sem þetta var gaman! ÓMÆ ÓMÆ! Ég held við komumst aldrei yfir þennan dag...enda draumur í dós frá upphafi til enda. En ég ætla aðeins að segja ykkur frá undirbúningnum og hverjir komu að þessu með okkur.
Dæturnar tvær teiknuðu okkur hjónin fyrir boðskortið sem ég var semi búin að hanna en fékk það ekki til að vera eins og ég vildi hafa það þannig að ég gafst upp og fékk þær í Reykavík Letterpress til þess að klára boðskortið fyrir okkur. Við vorum að sjálfsögðu ekki svikin þar. Hér fyrir ofan og neðan sjáið þið fram og bakhlið boðskortsins.
Veislan var haldin á bænum Fitjum í Skorradal. Draumastaðsetning í sveitasælunni þar sem gestir gátu gist á tjaldstæðinu alla helgina ef þeim hugnaðist það. Mjög margir nýttu sér það og því varð úr 3. daga veisla frá föstudegi til sunnudags ;)
Á borðunum í veislunni var ég með innrammað instagram bingó sem ég gerði sjálf. Það var ekki að spyrja að því að húsmæðraskóla vinkonur mínar tóku bingóinu mjög alvarlega og unnu þetta með stæl. Hvert einasta móment náðist á filmu og það er frábært að skoða þessar myndir eftirá.
Mæli hiklaust með þessum leik ;)
Greiðsluna gerði Marín besta vinkona mín en hún rekur hárgreiðslustofuna Hár-studio á Akranesi og er mjög fær í því sem gerir ;)
Krissý Ljósmyndari tók fyrir okkur myndirnar og hún var með okkur allt frá undirbúningi þar sem við vorum að klæða okkur í fötin allt til þess að kakan hafði verið borðuð. Ég er búin að frá nokkrar myndir frá henni og er mjög ánægð með útkomuna....þó að óléttuandlitið á mér mætti nú hafa verið minna óléttulegt hehe.. ;)
Hér fyrir neðan má sjá 4 myndir frá henni sem hún tók þennan skemmtilega dag ;)
Krissý er alveg með á hreinu hvernig best er að haga myndatökunni og stjórnar þessu léttilega í samræmi við brúðhjón (brúður) þannig að mómentin náist. Hún hefur mjög gott auga fyrir fallegum myndum og ég get alveg hiklaust mælt með henni :)
Kjólinn minn hannaði og saumaði fatahönnuðurinn Brynja Emils en Brynja hannar undir merkinu Besla. Ég mátaði þónokkra kjóla og mér fannst ég eins og flóðhestur í þeim öllum þannig að það kom ekkert annað til greina hjá mér en að láta sauma á mig kjól þar sem bumban er að taka svolítið til sín en ég vildi ekki hafa kjólinn of íburðamikinn. Við Brynja fundum þetta fallega antik-bleika satín í Vouge og það var ekki aftur snúið ;) Kjóllinn kláraðist deginum fyrir brúðkaup...smá stress en það verður að vera stress með á svona stundum. Ég er og var mjög ánægð með útkomuna á kjólnum enda er Brynja algjör snillingur ;)
Borðaskreytingarnar sá ég sjálf um að útfæra og ég spilaði bara mjög út frá fallega veislusalnum sem að er á Fitjum. Sveitarómantíkin var allsráðandi og systur mínar og vinkonur þrusuðu upp salnum með mér í einum grænum með bros á vör.
Kökuna fengum við svo í Mosfellsbakaríi. Hún var hrikalega góð og afskaplega falleg. Brúðhjónin ofaná kökuna komu úr dótakassanum hjá dætrunum en planið var að hafa enga styttu ofaná kökunni en svo rakst ég á þessi fallegu brúðhjón í einni tiltektinni og fékk þá hugmyndina að því að nota þau ;) Það kom mjög vel út :)
Þetta var SVO dásamlegt og æðislegt allt saman! Án efa eitt skemmtilegasta og fallegasta brúðkaup sem ég hef farið í. :)
SvaraEyðaOh svo fallegt eins og þín er von og vísa :)
SvaraEyða