divider

divider

Brúðkaupsundirbúningur vol. III - Lagt á borð


Nú eru bara rétt tæpar tvær vikur í stóra daginn okkar og kona farin að stressast pínu. Mér finnst ég vera að gleyma einhverju og svo er ég farin að strika út af listanum hluti sem mig langaði að gera en einfaldlega nenni ekki að standa í núna. Háleitu hugmyndirnar eru eitthvað að renna í sandinn. En margar góðar koma samt í staðinn ;) Nú er ég farin að undirbúa borðin og er að vinna að því að gera allar servíettur klárar...þá má bara henda þessu í einum grænum á borðin þegar þau verða gerð klár. 
En svo er það hvernig maður raðar og dekkar upp borðunum. Hérna fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir... og ég held ég nýti mér eitthvað af þeim í bland. 

Neðst má svo skoða hvernig maður ætti að dekka upp eftir kúnstarinnar reglum. ;) 

1 ummæli:

  1. I really appreciate your professional approach. These are pieces of very useful information that will be of great use for me in future.

    SvaraEyða