Hér fyrir neðan sjáum við alveg GLÆNÝJA Íslenska hönnun nefnda Gígur.
Stjakarnir eru eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur, vöruhönnuð, og eru gerðir úr mahóní og eru ætlaðir fyrir sprittkerti.
Stjakarnir koma í þremur mismunandi stærðum og eru handmálaðir í sjö mismunandi litum, þannig að þar ætti hver og einn að finna liti við sitt hæfi :)
Gígur er pottþétt kominn á óskalistann minn, enda einstaklega falleg og vönduð vara :)
Stjakarnir eru ný mættir í Epal og má því nálgast þá þar fyrir jólin.
Falleg jólagjöf!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli