divider

divider

DIY: Kortagerð


Að móta svona hjarta (eða bara hvað sem er) í pappír er auðveldara en það sýnist. 
Nú eru margir á leið í haustbrúðkaup - eða bara að fara að senda einhverjum sem þeim þykir vænt um, kort...þá er nú bara um að gera að hafa það svolítið persónulegt :) 

Það sem þarf er þykkur pappi (ef hann er ekki til er sniðugt að líma tvö karton saman). En þykktin á pappanum segir til um hversu munstrið sem gert verður, verður útstætt. 
Svo er gott að nota eitthvað oddhvasst, en það má ekki skera pappírinn. Gott er að nota prjóna...þeir ættu að vera til á hverju heimili :) 
Svo er skorið í pappann þykka eitthvað gott munstur... jafnvel hjarta :) 

Gott er að gera þetta í glugga á móti birtunni, þá sér maður betur hvað maður er að gera. 
Þá er pappinn lagður upp á móti birtunni, þá næst pappírinn sem móta skal. 
Þá er svo bara að nota prjóninn og þrýsta pappírnum í gegnum pappann þannig að hjartað mótist :) 

Gangi ykkur vel :) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli