divider

divider

Jón Sigurðsson/Jón í lit

Almar Alfreðsson, vöruhönnuður (á myndinni hér fyrir neðan) hefur hannað alveg ofsalega fallega veggplatta, eða lágmynd, af Jóni Sigurðssyni eða öðru nafni Jóni Forseta.  Plattann kallar hann Jón í lit.
Almar hannaði plattana árið 2011 í tilefni þess að þá voru 200 ár liðin frá fæðingardegi Jóns forseta sem margir myndu telja táknmynd íslensks lýðræðis.
Hægt er að skoða fleiri myndir af vörunni á Facebook
Plattinn fallegi er til í  þónokkuð mörgum litum og selst að minnsta kosti í Hrím, hönnunarvöruverslun á Laugarvegi. Ég er viss um að Jón í Lit sé til á fleiri stöðum - einhver sem getur frætt mig um sölustaðina?

Jón í lit er kominn á óskalistann minn :)

2 ummæli:

 1. Hæhæ, var að vafra á netinu og rakst á þetta skemmtilega blogg. Takk fyrir umfjöllunina :) ég ætti að geta frætt þig um sölustaði.

  JÓN Í LIT fæst í eftirfarandi verslunum og kostar um 5000-6000kr:

  Hrím Hönnunarhús
  Laugavegur 25 - 101 Reykjavík - 553-3003

  Kaffifélagið
  Skólavörðustíg 10 - 101 Reykjavík - 520-8420

  Safnbúð Þjóðminjasafns Íslands
  Suðurgata 41 - 101 Reykjavík - 530-2200

  Landsbyggðin:

  Kista - Menningarhúsið Hof
  Strandgata 12 - 600 Akureyri - 897-0555

  Vestfirzka Verzlunin
  Aðalstræti 24 - 400 Ísafjörður - 865-5695

  Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað.

  Bestu kveðjur
  Almar Alfreðsson hönnuður JÓNS Í LIT.

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir þetta :) Gaman að þú skyldir rekast á þetta :)

   Eyða