divider

divider

Aðventu-skreyting.

Nú eru margir farnir að huga að aðventukransi eða aðventu-kertaskreytingu. 
Ég fer persónulega alltaf í flækju þegar ég ætla að fara að gera eitthvað og mér finnst voða gott að fá hugmyndir héðan og þaðan. Svo geri ég bara mína eigin skreytingu út frá hugmyndum sem ég sanka að mér.  
Ég held til haga nokkrum myndum af kertaskreytingum sem gefa mér innblástur þetta árið :) 
Ég er allavega búin að ákveða að það verða hvít kerti fyrir valinu í ár. :) Ég er líka voða skotin í mosanum.. hann er bara svo ótrúlega fallegur! Sérstaklega ef hann er svona fallega grænn. 

ohh... spenningurinn er aðeins að læðast inn hjá mér. - Ég mun klæða Galito í jólafötin á miðvikudaginn....jólahlaðborðin byrja svo á laugardaginn. Þetta er bara allt að skella á :) 










5 ummæli:

  1. úúúú like á kassi-mosi-krukkur-kerti-band myndina ;)

    SvaraEyða
  2. Hvar kaupir maður fjárfestir maður í svona mosa?

    kv Ragga

    SvaraEyða
    Svör
    1. eða hvar kaupir maður svona mosa? ;)

      kv RRG

      Eyða
    2. ég held þú getir bara keypt svona í blómabúð... ég veit að blómabúðin í mosfellsbæ, sem staðsett er rétt hjá Reykjalundi selur allavega mosa. Og hún selur líka ótrúlega flotta aðventukransa sem hún býr til úr mosa :)

      Eyða