Barnaherbergið hjá yngstu heimasætunni hefur of lengi verið sett á bið. Það var löngu kominn tími til að taka herbergið hennar í gegn, enda hafði ekkert verið gert þar inni síðan við fluttum og henni komið þar fyrir án þess að laga það til.
En nú í haust var herbergið tekið í gegn, málað og lagað til, breytt og bætt... það er reyndar ekki alveg tilbúið, en kósýhornið okkar þar sem við lesum fyrir svefninn er orðið klárt. Herbergið er pínulítið, svo það er pínu vandaverk að raða inn í það svo það verði líka pláss fyrir dömuna að leika :)
Hér fyrir neðan má sjá hvernig herbergið leit út fyrir breytingar. Hillurnar á veggnum voru þarna frá fyrri eigendum.
Húsbóndinn tók við af mér að mála. En það er mín tækni til að fá hlutina gerða, að byrja bara á þeim þegar bóndi er ekki heima...þá neyðist hann til að hjálpa mér að klára þegar hann kemur heim... eins og málningarvinna og annað sem honum finnst ekkert skemmtilegt :) - annars gerist aldrei neitt :)
Við erum bara voðalega ánægð með útkomuna á þessu litla horni.
Á litla hvíta veggnum við hliðiná glugganum er lítil bæn frá Mosi Íslensk hönnun, límmiði sem keyptur var í Hrím. Bleiku fiðrildin eru frá Laura Ashley. Bréfdúskarnir voru keyptir í Söstrene Grene, þeirri flottu búð :) Og hvítu hillurnar fengust í eldhúsdeildinni í IKEA og kosta þær heilar 790 kr. Ég reyndar málaði þær hvítar því þær koma í viðarlit.
Ég mun einhverntímann pósta restinni af herberginu þegar allt er klárt. :)
Veit þó ekki hvenær það verður.
Ekkert smá flott hjá þér Guðrún og flottur litur,, ég er í mestu vandræðum að finna liti inn í herbergin heima. Ekkert smá kósy.. ég væri til í að kúra þarna hjá henni ;)
SvaraEyðakv Ragga Rún