Við skötuhjúin skelltum okkur til New York um síðustu helgi. Það var æði!
Við gistum á ótrúlega mikið sraight friendly hóteli 42st. rétt hjá Times Square í midtown. Mjög miðsvæðis. Þar unnu bara fallegir karlmenn og þar gistu nánast bara karlkyns pör...og það var æði að vera þarna, þrátt fyrir að vera gagnkynhneigð. Lítið hótel og mjög svona öfgafull 2007 hönnun þar.. allt svart og hvítt og space-að :) En það var frábært að vera þar og ofsalega lang bestu rúm sem ég hef lent í á hóteli áður. Sem er jákvætt...því maður þarf á góðu rúmi að halda í NY :)
Hótelið bauð líka uppá falleg úti-garðasvæði inni á hótelinu og ofsalega frábært spa sem örugglega er næs að slappa af á í góðu veðri og sóla sig.
Hótelið heitir The Out NYC
(Fyrir ofan) Hótelið er bara 3 hæðir, en með risa RISA stórum skemmtistað í kjallaranum. Við urðum ekkert vör við læti frá skemmtistaðnum, enda lögreglustöð í húsinu við hliðiná hótelinu.
(Fyrir neðan) Lobbýið á hótelinu séð frá innganginum. - mér fannst stundum eins og ég væri í einhverju geimskipi...haha!
(Fyrir ofan) Herbergið sjálft var mjög rúmgott og fínt. Góð loftræsting og fáránlega góð rúm... einfaldlega bestu rúm sem ég hef sofið í á hóteli til þessa. Herbergið var allt svart og hvítt og space-að í takt við allt hótelið. Við kveiktum nánast ekkert á sjónvaprinu, en það var stórt sjónvarp með fullt af stöðvum og þar á meðal einni stöð sem sýndi beint frá skemmtistaðnum í kjallaranum...þar gat maður séð fullt af karlmönnum sem voru berir að ofan..haha! :)
(fyrir neðan) Herbergin voru mjög flott og baðherbergin rúmgóð og fín. Það var risastór spegill inní sturtunni sem ég skildi ekki alveg hvert notagildið var, sökum þess að ef þú ert í heitri sturtu, þá sést ekki neitt í spegilinn vegna móðu. En kannski er tilgangurinn ekki sá sami og ég hélt...? hver veit? :)
Á jarðhæðinni, við innganginn var líka þessi voða fíni veitingastaður sem framreiddi mjög góðann mat. Og eins og með allt þarna, þá unnu bara mjög myndarlegir dillibossar þarna sem gaman var að horfa á.... og þeim fannst líka voða gaman að horfa á manninn minn.
Það var mikið hlegið af öllum sénsunum sem Hilmar minn komst á þarna á hótelinu.
En frábært hótel í alla staði og ég mæli hiklaust með því fyrir þá sem eru að fara til NY :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli