divider

divider

Brjálað veður

Þegar það er svona vont veður eins og hefur verið seinustu tvo daga, og enginn kemst út.. þá er eins gott að hafa eitthvað rosalega skemmtilegt að gera fyrir börnin :) - annars verða bara læti og leiðindi... 
Ég keypti rúðupenna í Eymundsson frá Crayola sem hafa algjörlega slegið í gegn seinusu tvo daga. Enda er ég með fullkomna glugga í svona föndur... Risa stofuglugga sem má skreyta endalaust. 
Rosa gaman :) 
Á meðan börnin dunda í svona getur mamman verið að dunda í eldhúsinu, en það var akkurat það sem ég gerði í dag. Kanilköku-cupcakes voru bakaðar... og ég verð að segja að útlitslega séð voru þetta fallegustu cupcakes sem ég hef bakað... og svo spillir ekki fyrir að börnunum finnst þetta alveg rosalega gott :) 



Uppskrift af cupcakes (má líka setja í kökuform):

  • 175 gr smjör
  • 2 ½  dl sykur
  • 2 egg
  • 3 dl sýrður rjómi eða súrmjólk (má líka blanda saman)
  • 4 ½  dl hveiti
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 msk lyftiduft
  • smá salt
Fylling:

  • 1 dl sykur
  • 3 msk kanil
Hitið ofninn í 175°. Hrærið smjör og sykur mjúkt og ljóst. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þar á eftir sýrða rjómanum. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið vel saman.
Blandið saman í sér skál sykri og kanil í fyllinguna.
Smyrjið formkökuform. Látið helminginn af deiginu í formið, stráið helmingnum af fyllingunni yfir, látið seinni helminginn af deiginu yfir og endið á að strá restinni af fyllingunni yfir kökuna. Leggið smjörklípur yfir kökuna og bakið cupcakes í sirka 35-40 mín en stærri form í 45-60 mínútur (eftir stærð á formi).
Kakan er voða góð með rjóma, ís eða vanillurjóma hægt er að kaupa í Krónunni :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli