divider

divider

Desember-afmælisbarn

Fyrir 2 dögum átti ég stórafmæli. Varð þrítug og því loksins að detta í fullorðinna manna tölu. 
Hef 1 ár til að aðlagast því að verða fullorðin og svo tekur alvaran við þegar ég verð 31. árs. 

En í tilefni dagsins gerði ég brúntertu með bleiku marengskremi. 
Kakan var gerð með hjáp Betty - enda finnst mér það einfaldlega bara bestu súkkulaðikökurnar. 
en uppskriftina af kreminu fann ég á bloggi sem er nýtt fyrir mér og nefnist Djörfung. Hér kemur uppskriftin af þessu sykurhúðaða kremi: 

3,5 dl sykur 
1 1/2 tsk agave sýróp (eða annað sýróp) 
 2 tsk kalt vatn 
5 stórar eggjahvítur

- Öll hráefnin eru sett í skál og blandað saman með sleif. Næst er vatn sett í pott (u.þ.b. 7-10 dl) sem þarf að vera nógu stór til að rúma skálina. Þegar vatnið er byrjað að hitna er skálin sett í pottinn og hrært er í blöndunni. Mikilvægt er að blandan sjóði ekki. Hrært er í blöndunni þar til allur sykurinn er uppleystur og er þá skálin fjarlægð úr pottinum. Því næst er kremið hrært með hrærivél í u.þ.b. 12 - 15 mínútur. Svo er hægt að lita kremið með matarlit ef áhugi er fyrir því.


 Ég minkaði reyndar þessa uppskrift og gerði úr 3 eggjahvítum og 2 1/2 dl af sykri... og það varð sko feykinóg krem eftir í skálinni eftir að ég var búin að setja á kökuna.

Hér fyrir neðan má sjá kökuna þegar hún er komin á borðið og ég var svo mikið að taka mynd að ég tók ekkert eftir því að litlir puttar voru þarna fljótir að læðast í kremið... en gaman af því :) 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli