Nú stendur yfir sýning í Stokkhólmi sem kallast Stockholm furniture fair og er hún haldin á hverju ári í febrúar.
Í einu sýningarríminu sem kallast Greenhouse sýna nemendur og frekar ungir hönnuðir sem þá oftast nær sýna bara prótótýpurnar sínar þar sem að flestar vörurnar eru ekki komnar í framleiðslu.
Þessi vegghilla hér fyrir neðan er ein þeirra sem þar var til sýnis. Ég stal myndinni frá vinkonu minni sem var stödd á sýningunni og tók mynd af verkinu fyrir mig vil ég meina...þar sem það minnir óneitanlega á lokaverkefnið mitt sem ég gerði í LHÍ vorið 2009.
Ég veit ekki enn hver á heiðurinn af þessu eða frá hvaða skóla...en bæti því vonandi við færsluna ef ég kemst að því :)
veist þú það kannski?
Hér fyrir neðan má sjá lokaverkefnið mitt sem nefnist Veggflétta. Hillur unnar úr möppuplasti í samstarfi við Múlalund. Verkið mitt er unnið útfrá Origami og vísar í skriðplöntur líkt og Bergfléttuna. En þaðan kom nafnið á verkið. Verkið getur stækkað og minnkað eftir smekk og vild :)
sjáið þið einhvern svip með verkunum?
Skemmtilegt hvað það er ekkert nýtt undir sólinni! :)
Já, formin eru alveg merkilega lík... En hvernig þínar hirslur tengjast saman gerir þitt samt mun flottara :)
SvaraEyða