divider

divider

Litríkar snúruflækjur

Góð lýsing gerir margt fyrir heimilið og getur myndað huggulega stemningu. Ekki skemmir fyrir ef rafmagnssnúrurnar væru aðeins meira fyrir augað, eins og þessar, sem Rie Elise Larsen hefur hannað.
Ég væri ekkert á móti því að upplifa litagleðina sem býr í þessu húsi. Skermarnir sem sjást hérna fyrir neðan eru líka eftir Rie Elise.

Til að skoða nánar er hægt að skella sér inn á síðu Hus og Hem.

Þar fást líka þessir æðislegu sparibaukar. Þeir hafa verið framleiddir af sömu verksmiðju í Finnlandi síðan ca. 1970.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli