divider

divider

DIY: Ljósastjakar

Þessa fallegu ljósastjaka er ekki bara auðvelt að gera...það ætti líka að kosta lítið :) 
Það er fallegt að vera með svona gamlar byggingar í svarthvítu, lýstar upp í glugganum í skammdeginu... svona núna þegar að blessuð jólaljósin eru farin eða að fara. 


Það sem til þarf eru útprentaðar myndir af gömlum fallegum byggingum. Eða þá bara að nýta myndir úr tímaritum, auglýsingum eða annað. 
Svo þarf góð skæri eða góðann hníf, límband og svo til þess að forðast eldsvoða þá er best að nota svona  batteríis-sprittkerti. Þau eru til út um allt nú til dags. 


Svo er að byrja að klippa. Útlínurnar af byggingunni klipptar þannig að himinn fari af og svo er líka svakalega flott að skera út gluggana í húsinu..þannig að það lýsi eins og það sé kveikt inní húsinu :) 


Þá er límbandið notað til að líma þetta í hring. 




Afskaplega fallegt og skapar kósý stemmningu :) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli